Vilt þú vinna #kvennastarf?

Hugmyndir um sérstök kvennastörf eru úreltar og þarf að breyta.

Átakinu #kvennastarf er ætlað að brjóta niður úreltar hugmyndir um náms- og starfsval kynjanna og benda ungu fólki á möguleikana sem eru fólgnir í því fjölbreyttu náms- og starfsúrvali. Það eru Tækniskólinn og Samtök iðnaðarins, í samstarfi við iðn- og verkmenntaskóla í landinu, sem standa að átakinu.

Þó Ísland standi að mörgu leyti vel þegar kemur að jafnrétti kynjanna eigum við enn langt í land með að ná þeim áfanga að hér ríki kynjajafnrétti. Átakið #kvennastarf er eitt af mörgum spennandi verkefnum sem nú eru í gangi, eða fara í gang á næstunni, þar sem unnið er að því að koma á jafnrétti. Átakið sýnir svo vel að ekkert starf er kvennastarf, bæði konur og karlar geta starfað við það sem þeim sýnist!

Tilgangurinn með verkefninu er meðal annars að vekja athygli á þeim fjölbreyttu tækifærum sem bjóðast í iðn-, tækni- og verkgreinum og vekja athygli á þann kynjamun sem hefur viðgengist í sumum starfsstéttum. Nánari upplýsingar um átakið má sjá á vefnum kvennastarf.is.

Fjallað verður um átakið #kvennastarf á hádegisverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík þann 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Þar verða haldin nokkur stutt erindi undir yfirskriftinni Öll störf eru kvennastörf!


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?