Í fyrstu grein þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hagfræðings BSRB og Steinunnar Bragadóttur, hagfræðing hjá ASÍ er sjónum beint að atvinnuþátttöku kvenna og karla, byggt á gögnum Hagstofu Íslands. Tölurnar sýna að barneignir draga að jafnaði úr atvinnuþátttöku kvenna og ógna fjárhagslegu sjálfstæði þeirra. Slíkra áhrifa gæti hinsvegar ekki hjá körlum.
Helstu tæki stjórnvalda til að bregðast við þessu ójafnrétti eru meðal annars:
- löggjöf um jafna skiptingu foreldra á fæðingarorlofi,
- trygging á dagvistun fyrir öll börn um leið og fæðingarorlofi lýkur,
- leikskólavist í samræmi við fulla vinnu foreldra á viðráðanlegu verði,
- öruggt aðgengi að frístundaheimilum fyrir yngri grunnskólabörn.