Tóku fyrstu skóflustunguna að íbúðum Bjargs í Hraunbæ

Vel viðraði til framkvæmda þegar fyrsta skóflustungan að 64 íbúðum við Hraunbæ var tekin.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók ásamt fleirum fyrstu skóflustunguna að nýjum íbúðum Bjargs íbúðafélags í Hraunbæ 133 fyrr í vikunni.

ÍAV munu byggja alls 64 íbúðir í þriggja til fimm hæða lyftuhúsi. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar fari í útleigu 1. október 2022 en opnað verður fyrir umsóknir í lok árs 2021.

Úthlutanir íbúða hjá Bjargi eru út frá númeri á biðlista og skráningar gerast rafrænt í gegnum „mínar síður“ á vef Bjargs. Bjarg var stofnað árið 2016 af BSRB og ASÍ og er félaginu ætlað að byggja upp og leigja út íbúðir til tekjulágra félagsmanna án hagnaðarsjónarmiða.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?