Þórunn nýr sérfræðingur í samskiptum og miðlun hjá BSRB

Þórunn Hafstað er nýr sérfræðingur í samskiptum og miðlun hjá BSRB

Þórunn Hafstað hefur hafið störf sem sérfræðingur BSRB í samskiptum og miðlun. Sérfræðingur bandalagsins í samskiptum og miðlun ber ábyrgð á kynningarmálum BSRB, stuðlar að sýnileika þess í opinberri umræðu, heldur utan um ritstjórn á öllu útgefnu efni, skipulagningu viðburða og samskipti við fjölmiðla.

Þórunn hefur áralanga reynslu af ritstjórn, kynningarmálum og stafrænni miðlun, meðal annars innan verkalýðshreyfingarinnar. Hún vann áður sem verkefnastjóri hjá Rithöfundasambandi Íslands, en hefur einnig starfað sem verkefnisstjóri stafrænnar miðlunar hjá Félagsvísindasviði Háskóla Íslands, sem kynningarfulltrúi Eflingar og aðjunkt í Hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Þórunn er með meistaragráðu í mannfræði og kvikmyndagerð.

„Við fögnum því að fá Þórunni til liðs við okkar öfluga hóp sem starfar hjá BSRB. Okkar hlutverk er að fara með forystu í hagsmuna- og réttindabaráttu starfsmanna í almannaþjónustu og stuðla að bættu velferðarsamfélagi. Fjölbreytt reynsla Þórunnar mun nýtast vel í komandi verkefnum,“ segir Magnús Már Guðmundsson framkvæmdastjóri BSRB.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?