Eflaust eru margir á ferð og flugi þessa dagana, enda hásumarið frábær tími til að ferðast um Ísland og skoða náttúruna. Lög um náttúruvernd tryggja að öllum sé heimilt að fara um landið og njóta náttúru þess sé engu spillt og vel gengið um. Þennan rétt þarf að standa vörð um.
Þeir sem ferðast hafa um Ísland undanfarið hafa eflaust orðið varir við mikinn fjölda ferðamanna. Raunar þarf ekki að fara lengra en á Laugaveginn til að sjá að mikill fjöldi fólks sækir Ísland heim um þessar mundir.
BSRB leggur mikla áherslu á að standa vörð um almannarétt fólks til að ferðast frjálst um landið. Það verður þó að gera með þeim skilyrðum sem sett eru í lögum um náttúruvernd. Þar se þess sérstaklega getið að ganga verði vel um landið og náttúrunni ekki spillt.
Uppbygging á kostnað ferðamanna
Í stefnu bandalagsins, sem mótuð var á síðasta þingi BSRB, segir að tryggja verði fjármagn til uppbyggingar ferðamannastaða. Slíka uppbyggingu geti stjórnvöld þurft að kosta að einhverju leyti á kostnað ferðamanna.
Gott er að minnast einfaldrar þumalputtareglu ábyrgra ferðamanna hvar sem er í heiminum: „Skiljum bara eftir fótspor og tökum aðeins ljósmyndir.“
- Skoðun
- Skoðun
- Stefna
- Málefnin
- Ályktanir
- Ályktun 47. þings um réttlát umskipti
- Ályktun 47. þings um sí- og endurmenntun
- Ályktun 47. þings BSRB um stöðu heilbrigðismála
- Ályktun 47. þings BSRB um málefni innflytjenda
- Ályktun 47. þings BSRB um húsnæðismál
- Ályktun 47. þings BSRB um að brúa umönnunarbilið
- Ályktun 47. þings BSRB um kvenfrelsi
- Drög að ályktun 47. þings BSRB um efnahagsmál
- Umsagnir
- Fréttir
- Vinnuréttur
- Vinnuréttur
- Upphaf starfs
- Starfsævin
- Aðbúnaður starfsmanna
- Áminning í starfi
- Fæðingar- og foreldraorlof
- Breytingar á störfum
- Launagreiðslur
- Orlofsréttur
- Persónuvernd starfsmanna
- Réttindi vaktavinnufólks
- Staða og hlutverk trúnaðarmanna
- Veikindaréttur
- Munurinn á embættismönnum og öðrum ríkisstarfsmönnum
- Jafnrétti á vinnumarkaði
- Aðilaskipti að fyrirtækjum
- Lok starfs
- Aðildarfélög
- Um BSRB