Framkvæmdastjórn Sjúkraliðafélags Íslands leggst alfarið gegn áformum tryggingarfélaganna um arðgreiðslur. Í ályktun sem framkvæmdastjórnin sendi frá sér segir:
Framkvæmdastjórn Sjúkraliðafélags Íslands mótmælir harðlega fyrirhuguðum arðgreiðslum tryggingafélaga.
Félagið mun, ef að slíku „arðráni“ verður færa tryggingar félagsins til þess tryggingafélags sem nýtir „arðinn“.
til lækkunar iðgjalda í þágu viðskiptavina og hvetja alla sjúkraliða til að gera slíkt hið sama.
Fh. framkvæmdastjórnar SLFÍ, Kristín Á Guðmundsdóttir, formaður