SFR 75 ára

SFR fagnar 75 ára afmæli sínu í dag, mánudaginn 17. nóvember.  Starfsmannafélag ríkisstofnana, eins og félagið hét þar til nafnbreyting var samþykkt á aðalfundi 2004, var stofnað í Alþýðuhúsinu í Reykjavík árið 1939 og er í dag fjölmennasta aðildarfélag BSRB.

Stofnendur voru 142 og störfuðu á rúmlega 20 ríkisstofnunum í bænum. Fyrsti formaður var kjörinn Guðjón B. Baldvinsson, starfsmaður Tryggingastofnunar ríkisins, en hann var á meðal helstu hvatamanna að stofnun félagsins. Af þessu tilefni munu trúnaðarmenn SFR þinga um kjaramál og leggja línurnar fyrir komandi kjarasamninga.

BSRB óskar SFR til hamingju með daginn.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?