Norræna lífhagkerfinu hrundið úr vör

Stærsta verkefni formennskuáætlunar Íslands í norrænu ráðherranefndinni, Norræna lífhagkerfinu NordBio,verður hrundið úr vör á morgun, miðvikudag, í Norræna húsinu í Reykjavík. Markmið NordBio er að draga úr sóun og auka sjálfbæra nýtingu lífauðlinda á Norðurlöndunum. Fimm verkefni áætlunarinnar verða kynnt en þau miða m.a. að því að efla  rannsóknir, nýsköpun og vöruþróun þannig að nýta megi afurðir með sjálfbærum hætti sem áður hafa verið ónýttar eða farið til spillis. Verkefnin taka  mið af hagsmunum samfélags og umhverfis og stuðla að uppbyggingu samkeppnishæfs atvinnulífs og nýjum aðferðum í menntun ungmenna.

Um 100 manns frá öllum Norðurlöndunum sækja þennan upphafsfund norræna lífhagkerfisins en undir það falla fimm verkefni sem unnin eru í samvinnu  íslenskra og  norrænna stofnana  Verkefnin eru; menntaverkefni Biophilia, verkefni um nýsköpun í norræna lífhagkerfinu, ERMOND, verkefni um viðnámsþrótt vistkerfa og hlutverk þeirra sem vörn gegn náttúruvá, Marina - verkefni um orkuskipti á sjó og WoodBio - verkefni um hlutverk viðarlífmassa í lífhagkerfinu.

Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna hér:


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?