Fræðslusetrið Starfsmennt stendur fyrir námskeiði um betri tímastjórnun tengt styttingu vinnuvikunnar þriðjudaginn 27. apríl milli klukkan 13 og 15.
Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um algenga tímaþjófa, forgangsröðun, skipulagningu og áætlanagerð ásamt truflanir af ýmsum toga. Þeir sem taka þátt í námskeiðinu munu geta tileinkað sér betra skipulag og forgangsröðun verkefna og munu læra að finna meiri tíma fyrir mikilvægustu verkefnin.
Námskeiðið, eins og önnur þjónusta Starfsmenntar, er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu en aðrir sem vilja taka þátt í námskeiðinu geta leitað til starfsmenntunarsjóða sinna stéttarfélaga.
Nánari upplýsingar um námskeið í betri tímastjórnun og skráningu á námskeiðið má finna hér.