Morgunverðarfundur um alþjóðaviðskiptasamninga

Alþjóðaviðskiptasamningar og samtök launafólks

BSRB og BHM boða til morgunverðarfundar um alþjóðaviðskiptasamninga og áhrif þeirra á launafólk.

Fundurinn fer fram í húsnæði BSRB, Grettisgötu 89, fimmtudaginn 23. febrúar milli klukkan 8 og 9.

Á fundinum mun Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og formaður BSRB, fara yfir helstu alþjóðaviðskiptasamningana sem nú eru á vinnsluborðinu víða um heim og fjalla um hvers vegna þeir skipta máli. Að lokinni framsögu verður boðið upp á stutt viðbrögð úr sal.

Boðið verður upp á léttan morgunverð. Aðgangur er ókeypis.

Hægt er að skrá þátttöku í gegnum Facebook.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?