Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði, fjallar í Fréttablaðinu í dag um viðhorf Íslendinga til einkarekinnar og félagslegrar heilbrigðisþjónustu. Rúnar hélt erindi um sama efni á nýafstöðnu þingi BSRB þar sem kom m.a. fram að yfirgnæfandi stuðningur er við félagslega rekið heilbrigðiskerfi hér á landi.
Í greininni segir Rúnar að „...vandaðar alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að þessi félagslegu heilbrigðiskerfi eru skilvirkari en önnur heilbrigðiskerfi heimsins, það er, þau skila almenningi betri lýðheilsu fyrir lægri heildarkostnað en önnur kerfi.“
Grein
Rúnars má lesa
í heild sinni hér á vef Vísi.