Rúmlega 80 félagar í aðildarfélögum BSRB sátu í gær fræðslufund um starfslok. Á fundinum var fjallað um áskoranir og tækifæri sem fylgja þessum tímamótum.
Góðar umræður mynduðust á fundinum, sem stóð í tæpar fjórar klukkustundir. Þar fór til að mynda Ásta Arnardóttir, sérfræðingur Tryggingarstofnunar yfir réttindi lífeyrisþega. Þá mættu sérfræðingar frá lífeyrissjóðum fundargesta til að fara yfir réttindi þeirra hjá sjóðunum.
Þó mikilvægt sé að þekkja réttindi sín á tímamótum sem þessum er ekki síður mikilvægt að ræða það sem hægt er að hlakka til við starfslok, og hvernig hægt er að forðast það sem getur farið úrskeiðis.
Mikilvægt að njóta lífsins
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ræddi við fundargesti um framtíðarskipan lífeyrismála, áform um hækkun lífeyristökualdurs og endurskoðun almannatrygginga. Hún fjallaði líka um mikilvægi þess að njóta lífsins, enda mörg kærkomin ár eftir hjá flestum sem setjast í helgan stein.
Elín minnti á mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega, stunda tómstundir og félagslíf, og ráðlagði fundargestum að gera áætlun um hvernig þeir ætla að verja tímanum nú þegar þeir hætta að verja tíma sínum í launaða vinnu.
Erindi Jóhanns Inga Gunnarssonar sálfræðings vakti miklar umræður. Hann fjallaði um það sem hann kallar „ár fullþroskans“, sem eru árin eftir starfslok. Hann fór meðal annars yfir það sem hægt er að gera eftir starfslokin, til dæmis að rækta fjölskylduböndin, ferðast, lesa, spila, fara í golf, dansa, gefa af sér, leggja rækt við trú, fara í gönguferðir, hitta fólk og eignast nýja kunningja.
Óþrjótandi möguleikar
Jóhann Ingi ráðlagði fundargestum að halda sér virkum og gæta þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Möguleikarnir eru enda óþrjótandi. Hann varaði við hættu á einangrun og neikvæðum félagsskap og hvatti fólk til að varðveita sjálfstæði sitt og virða jafnframt sjálfstæði annarra.
Fræðslufundir vegna starfsloka fyrir félaga í aðildarfélögum BSRB eru haldnir reglulega hjá BSRB. Félögin senda út boð fyrir næsta fund og full ástæða til að hvetja þá sem stefna á starfslok að vera með okkur næst.
Fylgdu BSRB á Facebook
Fylgstu með BSRB á Facebook til að fá reglulega fréttir af því sem er að gerast hjá Bandalaginu.
- Skoðun
- Skoðun
- Stefna
- Málefnin
- Ályktanir
- Ályktun 47. þings um réttlát umskipti
- Ályktun 47. þings um sí- og endurmenntun
- Ályktun 47. þings BSRB um stöðu heilbrigðismála
- Ályktun 47. þings BSRB um málefni innflytjenda
- Ályktun 47. þings BSRB um húsnæðismál
- Ályktun 47. þings BSRB um að brúa umönnunarbilið
- Ályktun 47. þings BSRB um kvenfrelsi
- Drög að ályktun 47. þings BSRB um efnahagsmál
- Umsagnir
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938 (staða og valdheimildir ríkissáttasemjara), 24. mál.
- Umsögn BSRB um áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almennar íbúðir, nr. 52/2016 (fyrirkomulag almennra íbúða), mál nr. S-40/2025
- Umsögn BSRB um áform um frumvarp um breytingu á húsaleigulögum nr. 36/1994 (almenn skráningarskylda leigusamninga í leiguskrá) (2025-6396)
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sorgarleyfi, nr. 77/2022 (aukin réttindi foreldra), 146. mál
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og stjórnsýslu jafnréttismála, 75. mál
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015 (stöðugleikaregla o.fl.), 171. mál.
- Efni: Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994 (almenn skráningarskylda leigusamninga og breyting leigufjárhæðar), 224. mál.
- Umsögn BSRB um frumvarp til breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (sjálfskaparvíti), 212. mál
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, 215. mál (fjölburaforeldrar og veikindi á meðgöngu)
- Umsögn BSRB um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028, 227. mál
- Umsögn BSRB um tillögur til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2026-2030 og um fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030, 223. og 264. mál
- Umsögn BSRB um frumvarp til laga um sýslumann, 186. mál
- Fréttir
- Vinnuréttur
- Vinnuréttur
- Upphaf starfs
- Starfsævin
- Aðbúnaður starfsmanna
- Áminning í starfi
- Fæðingar- og foreldraorlof
- Breytingar á störfum
- Launagreiðslur
- Orlofsréttur
- Persónuvernd starfsmanna
- Réttindi vaktavinnufólks
- Staða og hlutverk trúnaðarmanna
- Veikindaréttur
- Munurinn á embættismönnum og öðrum ríkisstarfsmönnum
- Jafnrétti á vinnumarkaði
- Aðilaskipti að fyrirtækjum
- Lok starfs
- Aðildarfélög
- Um BSRB
- - Forsíða: Flýtileiðir