Tveir þriðju hlutar aldraðra og öryrkja munu greiða mun hærri upphæðir fyrir heilbrigðisþjónustu samþykku Alþingi frumvarp heilbrigðisráðherra þar sem þak er sett á greiðslur í heilbrigðiskerfinu óbreytt. Þetta kom fram í máli Gunnars Alexanders Ólafssonar heilsuhagfræðings á fundi velferðarnefndar BSRB.
Með frumvarpi ráðherra er sett þak á greiðslur í heilbrigðiskerfinu. Almennir notendur eiga ekki að greiða meira en 95.200 krónur á tólf mánaða tímabili, en lífeyrisþegar og aldraðir greiða ekki meira en 63.500 krónur. Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að auknum fjármunum sé varið til heilbrigðiskerfisins. Í raun er því verið að færa kostnaðinn af þeim sem greiða mest of dreifa á þá notendur sem hafa hingað til greitt minna.
Greiðslur hækka hjá 68% lífeyrisþega
Gunnar, sem var gestur á fundi heilbrigðisnefndar BSRB nýverið, benti á að þó greiðslur lækki að meðaltali um 36% hjá þeim hópi aldraðra og lífeyrisþega sem noti heilbrigðiskerfið hækki greiðslur hjá meirihlutanum í þessum hópi.
Þannig mega um 67,7% aldraðra og lífeyrisþega búast við að þurfa að greiða umtalsvert meira. Um 37 þúsund einstaklingar eru í þessum hópi. Í dag greiða þeir um 687 milljónir króna í notendagjöld árlega. Verði frumvarpið samþykkt hækkar sú upphæð um 73%, í 1.190 milljónir króna.
Hækkunin jafngildir því að hver af þessum 37 þúsund einstaklingum greiði að meðaltali rúmlega 13.400 krónum meira fyrir heilbrigðisþjónustu á ári en þeir hafa gert hingað til.
Nú má rökræða hvar þakið á að vera
Gunnar sagði mikilvægt skref að setja loksins hámark á greiðslur í heilbrigðiskerfinu. Frumvarp ráðherra sé þó fjarri því fullkomið. Það myndi þó ákveðinn grunn, nú geti menn hætt að rífast um hvort setja eigi þak og farið að rökræða hversu hátt það þak eigi að vera.
Hann segir það sína skoðun að þakið sé of hátt, það sé mun hærra en í nágrannalöndunum. Þá sýni rannsóknir að um 30% landsmanna 18 ára og eldri hafi hætt við eða frestað læknisheimsókn síðustu sex mánuði vegna kostnaðar. Það sýni að draga verði úr kostnaði notenda við heilbrigðiskerfið.
Í frumvarpi ráðherra er sett þak á greiðslur fyrir stóran hluta þess kostnaðar sem notendur heilbrigðiskerfisins verða fyrir. Þar er þó ekki inni kostnaður við sálfræðiþjónustu, tannlækningar og fleira. Þá hefur verið sett annað og algerlega aðskilið þak á kostnað við lyfjakaup.
Kostar 6,5 milljarða að hafa þakið 0 krónur
Gunnar segir að það hafi komið sér á óvart hversu lágum upphæðum ríkið þyrfti að verja úr sameiginlegum sjóðum landsmanna til að reka þennan hluta heilbrigðiskerfisins sjúklingum að kostnaðarlausu.
Heilbrigðiskerfið í heild sinni kostar í dag um 165 milljarða króna á ári. Þar af greiðir ríkið um 130 milljarða úr sameiginlegum sjóðum. Sjúklingar, notendur þjónustunnar, greiða þá 35 milljarða sem upp á vantar.
Gunnar hægt að sjá með einföldum hætti í frumvarpinu hvað það myndi kosta ríkið að færa þakið á greiðslum úr þeim 95 þúsundum sem gert sé ráð fyrir niður í núll. Sú breyting myndi auka kostnað ríkisins um 6,5 milljarða króna miðað við núverandi notkun. Það er aðeins um 5% prósenta aukning á heildarútgjöldum ríkisins til heilbrigðismála.
Gunnar sagðist ekki þeirrar skoðunar að ganga eigi svo langt að fella gjöldin alveg niður, en telur mikilvægt að lækka þau umtalsvert.
BSRB vill aðstoð fyrir alla án tilkostnaðar
Í stefnu BSRB um heilbrigðismál kemur fram að það er skoðun bandalagsins að endurskoða þurfi gjaldtöku fyrir ýmsa þætti heilbrigðisþjónustunnar til að stuðla að jöfnu aðgengi. Draga þurfi úr gjaldtöku innan kerfisins, enda eigi heilbrigðiskerfið að veita hverjum sem þarf á aðstoð að halda alla þá þjónustu sem völ er á án tilkostnaðar fyrir viðkomandi.
BSRB styður að sett sé þak á greiðslur úr heilbrigðiskerfinu, en telur að það eigi að gera með því að auka framlög úr sameiginlegum sjóðum í stað þess að auka álögur á stóran hluta landsmanna.
Hér má skoða stefnu BSRB í heilbrigðismálum og öðrum málaflokkum.
- Skoðun
- Skoðun
- Stefna
- Málefnin
- Ályktanir
- Ályktun 47. þings um réttlát umskipti
- Ályktun 47. þings um sí- og endurmenntun
- Ályktun 47. þings BSRB um stöðu heilbrigðismála
- Ályktun 47. þings BSRB um málefni innflytjenda
- Ályktun 47. þings BSRB um húsnæðismál
- Ályktun 47. þings BSRB um að brúa umönnunarbilið
- Ályktun 47. þings BSRB um kvenfrelsi
- Drög að ályktun 47. þings BSRB um efnahagsmál
- Umsagnir
- Fréttir
- Vinnuréttur
- Vinnuréttur
- Upphaf starfs
- Starfsævin
- Aðbúnaður starfsmanna
- Áminning í starfi
- Fæðingar- og foreldraorlof
- Breytingar á störfum
- Launagreiðslur
- Orlofsréttur
- Persónuvernd starfsmanna
- Réttindi vaktavinnufólks
- Staða og hlutverk trúnaðarmanna
- Veikindaréttur
- Munurinn á embættismönnum og öðrum ríkisstarfsmönnum
- Jafnrétti á vinnumarkaði
- Aðilaskipti að fyrirtækjum
- Lok starfs
- Aðildarfélög
- Um BSRB