Málþing um auðlindir landsins

Málþing um auðlindir landsins, nýtingu þeirra og arðsemi verður haldið næstkomandi laugardag 11. apríl. Yfirskrift málþingsins er „Þjóðareign“. Eins og líkum lætur verður þar fjallað um hvert arðurinn og rentan af auðlindum okkar ratar og velt m.a. upp spurningum um spillingu og skilvirka auðlindastjórnun.

Málþing þetta er stutt af BSRB og ASÍ, en það er Landvernd og áhugafólk um sjálfbæra nýtingu sem að henni standa. Eins og fyrr segir þá verður þingið haldið næstkomandi laugardag og stendur frá kl. 13-16 á hótel Sögu (salur – Hekla). Margir öflugir fræðimenn og sérfræðingar verða með erindi á þinginu auk þess sem að fram verður teflt spyrlum og spurningum úr sal. Dagskrána má nálgast hér.

Málþingið er hugsað sem viðleitni til að taka umræðuna um auðlindir þjóðarinnar upp úr hjólförum upphrópana og klisja. Hver á að fá að nýta auðlindir þjóðarinnar og hvert er sanngjarnt endurgjald í sameiginlega sjóði landsmanna? Hvernig á að stýra nýtingu auðlinda og hvaða hlutverki gegnir ríkið í því? Hvernig tryggjum við að auðlindirnar séu fortakslaust sameign landsmanna?


 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?