Málþing á vegum Öryrkjabandalags Íslands verður haldið á Grand Hóteli föstudaginn7. febrúar 2014, kl. 13.00-16.30. Ásamt ÖBÍ standa Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum og Félag um fötlunarrannsóknir að málþinginu.
Kynntar verða niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands af Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, um reynslu fatlaðra íbúa og sveitarfélaga eftir flutning málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga.
Málþingsstjóri: Bergur Þorri Benjamínsson málefnafulltrúi Sjálfsbjargar landssambands fatlaða.
Dagskrá:
13.00 Setning: Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
13.10 Reynsla fatlaðs fólks og öryrkja sem íbúar sveitarfélaga – Helstu niðurstöður:
- Rannveig Traustadóttir, forstöðumaður Rannsóknarseturs í fötlunarfræðum.
- Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar.
- Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, verkefnastjóri.
Reynslusögur íbúa:
- Arnar Helgi Lárusson, íbúi í Reykjanesbæ
- Kári Auðar Svansson, íbúi í Reykjavík
14.30 Fyrirspurnir og umræður
14.45 Kaffihlé
15.15 Reynsla starfsmanna sveitarfélaga og sveitarstjórnarfólks – Helstu niðurstöður:
- Rannveig Traustadóttir, forstöðumaður Rannsóknarseturs í fötlunarfræðum.
- Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar.
- Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, verkefnastjóri.
Reynsla starfsfólks sveitarfélaga
- Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar.
16.00 Fyrirspurnir og umræður
16.15 Viðhorf almennings til fatlaðs fólks, öryrkja og velferðarþjónustu sveitarfélaga - Helstu niðurstöður:
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar.
Allir velkomnir – Ekkert þátttökugjald - en óskað er eftir að fundargestir skrái sig á málþingið fyrir kl. 16.00 þann 6. febrúar.