Lögfræðingur BSRB á Rás 2

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, var gestur í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Þar fjallaði hún m.a. um rangfærslur í málflutningi formanns og varaformanns fjárlaganefndar.

Þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir hafa reglulega lagt það til að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna með það að markmiði að minnka rétt starfsmanna ríkisins svo auðveldara sé fyrir yfirmenn þeirra að segja þeim upp. Sonja benti réttilega á að ekki þurfi að breyta lögum sérstaklega til að veita opinberum stofnunum heimildir til að segja fólki upp enda hefur fjölda fólks sem starfar annað hvort hjá ríki eða sveitarfélögum verið sagt upp í hagræðingaraðgerðum síðustu ára.

Því fer þess vegna fjarri að það sé ógerningur að segja upp starfmönnum ríkisins, eins og formaður fjárlaganefndar sagði í Fréttablaðinu í gær

Viðtalið við Sonju Ýr í Síðdegisútvarpinu í gær má heyra hér.

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?