Nýtt leigufélag sem BSRB og ASÍ hafa stofnað hefur fengið nafnið Bjarg íbúðafélag. Nafnið var valið úr fjölmörgum innsendum tillögum í nafnasamkeppni sem efnt var til. Þá hefur verið hannað merki fyrir félagið, sem sjá má hér til hliðar.
Fleiri en einn lögðu til nafnið Bjarg og þurfti því að draga á milli þeirra. Helgi Birkir Þórisson í Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins varð hlutskarpastur og fær því 50 þúsund krónur í verðlaun fyrir tillöguna.
Bjarg íbúðafélag mun starfa í nýju íbúðakerfi sem verið er að taka upp hér á landi. Kerfið byggir á danskri fyrirmynd og er því ætlað að verða hagstæður og öruggur valkostur fyrir fólk á leigumarkaði.
Íbúðfélagið er sjálfseignastofnun sem starfar samkvæmt lögum um almennar íbúðir og er rekið án hagnaðarmarkmiða. Skilyrði er að íbúðirnar verði leigðar út til fólks með lágar- og meðaltekjur.
Bjarg hefur undirritað viljayfirlýsingu við Reykjavík og Hafnarfjarðabær um lóðir fyrir 1.150 íbúðir á næstu fjórum árum. Undirbúningur framkvæmda vegna 180 íbúða mun hefjast á þessu ári. Samhliða þessum fyrstu skrefum vinnur íbúðafélagið að lausn fyrir sveitafélög á landsbyggðinni.
- Skoðun
- Skoðun
- Stefna
- Málefnin
- Ályktanir
- Ályktun 47. þings um réttlát umskipti
- Ályktun 47. þings um sí- og endurmenntun
- Ályktun 47. þings BSRB um stöðu heilbrigðismála
- Ályktun 47. þings BSRB um málefni innflytjenda
- Ályktun 47. þings BSRB um húsnæðismál
- Ályktun 47. þings BSRB um að brúa umönnunarbilið
- Ályktun 47. þings BSRB um kvenfrelsi
- Drög að ályktun 47. þings BSRB um efnahagsmál
- Umsagnir
- Fréttir
- Vinnuréttur
- Vinnuréttur
- Upphaf starfs
- Starfsævin
- Aðbúnaður starfsmanna
- Áminning í starfi
- Fæðingar- og foreldraorlof
- Breytingar á störfum
- Launagreiðslur
- Orlofsréttur
- Persónuvernd starfsmanna
- Réttindi vaktavinnufólks
- Staða og hlutverk trúnaðarmanna
- Veikindaréttur
- Munurinn á embættismönnum og öðrum ríkisstarfsmönnum
- Jafnrétti á vinnumarkaði
- Aðilaskipti að fyrirtækjum
- Lok starfs
- Aðildarfélög
- Um BSRB