Læra þarf af mistökum

Nauðsynlegt er að draga lærdóm af þeim mistökum sem gerð voru í starfsemi Kópavogshælisins fyrr á tímum, segir í ályktun félagsstjórnar Sjúkraliðafélags Íslands. Þar hvatt til þess að stjórnvöld og stjórnendur stofnanna leggi metnað í rekstur þjónustu við alla, líka þá sem geri litlar kröfur og eigi fáa talsmenn.

Í ályktuninni er bent á að þjónusta, aðhlynning, umönnun og hjúkrun við aldraða og fatlaða sé oft á tíðum veitt af veikum mætti. „Alvarleg undirmönnun hefur verið viðvarandi í áraraðir, sem komið hefur niður á allri þjónustu við þá sem oft á tíðum minnst mega sín. Einungis er boðið upp á 20-30% faglærðra starfsmanna á flestum öldrunarheimilum landsins, sem að sjálfsögu leiðir til lakari þjónustu eins og dæmin sanna,“ segir þar jafnframt.

Ályktunin er birt í heild sinni á vef Sjúkraliðafélags Íslands.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?