Kosið um nýja kjarasamninga

Kosningar um nýja kjarasamninga hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands standa nú yfir en kosning um kjarasamninga Landssambands lögreglumanna hefst á morgun.

Kosningu hjá Sjúkraliðafélaginu lýkur á morgun, þriðjudaginn 10. nóvember, og ætti niðurstaða að liggja fyrir seinnipartinn. Niðurstaða kosningar SFR ætti svo að liggja fyrir síðar í þessari viku en undanfarið hafa formenn félaganna og starfsfólk verið með kynningarfundi um efni hins nýja samkomulags. Kosningu LL um samning þeirra við ríkið lýkur svo um miðja næstu viku og ætti niðurstaða að liggja fyrir þann 18. nóvember.

Viðræður annarra aðildarfélaga BSRB við sína viðsemjendur standa yfir. Nokkur félög eiga enn ósamið við ríkið og þá hafa bæjarstarfsmannafélögin átt nokkra samningafundi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Bæjarstarfsmannafélögin muna halda samningafundum sínum áfram í þessari viku.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?