Karlar í umönnunar- og kennslustörfum

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynja efnir til opins fundar um karla í umönnunar- og kennslustörfum fimmtudaginn 13. febrúar. Eitt verkefna aðgerðahópsins er að stuðla að aðgerðum sem draga úr kynjaskiptingu starfa á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna benda til þess að engin ein aðgerð sé líklegri til að minnka launamun karla og kvenna en uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar. 

Markmið fundarins er að efna til umræðu um mögulegar leiðir til að fjölga körlum í umönnunar og kennslustörfum á íslenskum vinnumarkaði. Dagskrá hefst stundvíslega kl. 12:00 og lýkur kl. 13:30. Á milli kl. 11:45 -12:00 verða seldar veitingar á vægu verði. 

Dagskrá: 
12:00–12:10 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ávarp.

12:10–12:20 Jón Yngvi Jóhannsson, formaður starfshóps velferðarráðherra
um karla og jafnrétti. Niðurstöður skýrslu hópsins um karla og
kynbundið náms- og starfsval.

12:20–12:50 Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Karlar
í umönnunarstörfum.

12:50–13:30 Pallborðsumræður.
- Hörður Svavarsson, leikskólastjóri og fulltrúi í samráðshópi
karlkennara á leikskólastigi.
- Ólafur G. Skúlason , formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
- Hervör Alma Árnadóttir, félagsráðgjafi og lektor við Félagsráðgjafadeild
Háskóla Íslands.
- Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri öldrunarheimila
Akureyrarbæjar.

Fundarstjóri: Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður aðgerðarhóps um launajafnrétti.

Vinsamlegast skráið þátttöku á fundinn hér: http://www.velferdarraduneyti.is/skraning/nr/34459


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?