Bók um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu aðgengileg hér

Bókin jafnrétti í heilbrigðisþjónustu - aðgerðaráætlun er komin út

 

BSRB, ASÍ og ÖBÍ stóðu saman að útgáfu bókarinnar Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu - aðgerðaráætlun sem er íslensk þýðing á riti Göran Dahlgren og Lisu Pelling um reynslu Svía af arðvæðingu og einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Samhliða útgáfu bókarinnar var haldinn opinn fundur með þeim Dahlgren og Pelling auk Rúnari Vilhjálmssyni í Eddu – húsi íslenskunnar.

 

Hægt er að horfa á upptöku frá fundinum sem fram fór 12. september sl. hér.

 

Margir sem tala fyrir aukinni einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni hér á landi benda til Svíþjóðar sem fyrirmyndar. Rannsóknir Dalgrehn og Pelling sýna hinsvegar svart á hvítu að með aukinni einka- og arðvæðingu hefur heilbrigðisþjónustan í Svíþjóð orðið dýrari, gæði hennar hafa versnað og ójafnrétti aukist á kostnað þeirra sem eru hvað mest veikir og þurfa helst á þjónustunni að halda. Í bókinni setja þau fram aðgerðaráætlum um hverng hægt sé að snúa af þessari braut.

 

Hér má nálgast bókina í pdf-formi


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?