Íslendingar vilja félagslegt heilbrigðiskerfi

Öryrkjar eru sá þjóðfélagshópur sem greiðir hlutfallslega mest af ráðstöfunartekjum sínum í heilbrigðisþjónustu hér á landi, eða um 10%. Þar á eftir koma langveikir, fólk sem þarf oft að sækja sér þjónustu á göngu og bráðadeildir. Fjölda þeirra sem fresta þess að leita heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar hennar fer stöðugt vaxandi. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í rannsókn Rúnar Vilhjálmssonar um heilsu og lífshætti Íslendinga. Rúnar flutti erindi sitt við setningu 44. þings BSRB í gær þar sem jafnframt kom fram stuðningur við að hið opinbera eigi og reki heilbrigðisþjónustu á Íslandi fer vaxandi.

Útgjöld viðkvæmustu hópanna aukast

Þegar niðurstöður heilbrigðiskönnunarinnar 2015 eru bornar saman við fyrri heilbrigðiskönnun meðal Íslendinga á sama aldri frá árinu 2006 er tilhneiging til aukins fylgis Íslendinga við opinberan rekstur heilbrigðisþjónustunnar. Á sama tíma dregur úr fylgi við að einkaaðilar reki einstaka þætti heilbrigðisþjónustunnar. Þetta á við um nær alla þætti heilbrigðisþjónustunnar.

Séu heimilisútgjöld vegna heilbrigðismála skoðuð sem hlutfall af tekjum heimilanna sést að útgjaldahlutfall er hæst á heimilum eldra fólks, atvinnulausra, fólks utan vinnumarkaðar, grunnskólamenntaðra, lágtekjufólks, langveikra og öryrkja.

Auk­inn kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu hefur síðan haft þau á áhrif sumir fresta því eða sleppa að leita sér læknisþjónustu, jafnvel þótt fólk telji sig þurfa á henni að halda. Eft­ir því sem heil­brigðisút­gjöld væru hærra hlut­fall af tekj­um heim­ila því al­geng­ara væri að fólk frestaði þjón­ust­unni. Af þeim sem eyddu 4% eða meira af tekj­um sín­um í heil­brigðisþjón­ustu hafði um þriðjung­ur frestað þess að leita sér aðstoðar.

Ástæður þess að fólk frestaði því að leita sér aðstoðar hafa breyst á undanförnum árum. Kostnaður­inn við þjón­ust­una hefur á undanförnum árum verið vax­andi ástæða frestunar. Árið 2006 hafi um 30% nefnt það sem ástæðu en nú er það hlut­fall komið upp í 40%.

Rún­ar kom inn á það í erindi sínu að of langt hefði verið gengið í að auka kostnaðarþátt­töku sjúk­linga. Þeir hóp­ar sem frestuðu því að leita sér aðstoðar væru þeir sem síst mættu við því. Kostnaður­inn legðist þyngst á lág­tekju­fólk, lang­veika, ör­yrkja og náms­menn. Öryrkj­ar væru með lang­hæstu út­gjalda­byrðina, tæplega 10% að meðaltali  ráðstöf­un­ar­tekj­um sín­um.

Mikill stuðningur við félagslegt heilbrigðiskerfi

Niður­stöður rann­sókn­a Rúnar benda sterklega til þess að vilji sé til að styrkja op­in­bera heil­brigðis­kerfið á Íslandi á næstu árum og efla al­manna­trygg­inga­kerfið til þess að lækka lyfja­kostnað og komu­gjöld. Rúnar nefndir sem dæmi að farsæl skref í þá veru gætu verið að efla heilsu­gæsl­una, bæta aðbúnað sjúk­linga og starfs­manna, auka ná­lægð þjón­ust­unn­ar, t.d. með  vinnustaðaþjón­ustu, heilsu­gæslu í fram­halds­skól­um og sér­fræðinga­heim­sókn­um á heilsu­gæslu­stöðvar.

Þegar afstaða fólks til þess hver eigi að reka sjúkrahús á Íslandi er skoðuð sést að rúmlega 80% svarenda vilja að það sé alfarið á vegum opinberra aðila. Aðeins telja 0,5% svarenda að sjúkrahús ættu að vera rekin af einkaaðilum. Þegar aðrir þættir heilbrigðisþjónustunnar eru skoðaðir sé einnig mjög mikill og ríkur stuðningur við að það sé fyrst og fremst á forræði hins opinbera.

Frekari upplýsingar um erindi Rúnar Vilhjálmssonar má sjá hér í glærum sem hann studdist við í erindi sínu. Þá var Rúnar í ítarlegu viðtali við Spegilinn í gær og hlusta má þá hér (viðtalið hefst eftir u.þ.b. 9 mínútur). Einnig fjallaði Mbl.is um erindi Rúnars og þá umfjöllun má finna hér.



 

 

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?