„Ávöxtun eigna LSR á árinu 2014 var mjög góð,“ segir í tilkynningu frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þar kemur einnig fram að: „Nafnávöxtun sjóðsins var 10,1% sem svarar til 8,9% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 5,7%. Tekjur af fjárfestingarstarfsemi á árinu 2014 voru 49,5 milljarðar króna og heildareignir LSR voru 535,5 milljarðar króna í árslok 2014. Undanfarin þrjú ár hafa eignir LSR aukist um 156 milljarða króna. Það má að stærstum hluta rekja til ávöxtunar sjóðsins því á sama tíma hafa tekjur af fjárfestingum numið 150,1 milljarði króna.“
Frekari upplýsingar má nálgast á vef Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.