Samninganefnd BSRB félaganna þriggja – SFR, SLFÍ og LL – á fund með samninganefnd ríkisins í dag kl. 13 þar sem haldið verður áfram að ná saman um nýjan kjarasamning. Önnur vinnustöðvun SFR og SLFÍ hóst á miðnætti og mun standa til miðnættis á þriðjudag.
Samkvæmt því sem formenn SFR, SLFÍ og LL hafa sagt um gang viðræðnanna um helgina hefur eitthvað þokast áfram þótt enn sé nokkuð í land.
Félagsmenn umræddra félaga ætla í fyrramálið, þriðjudaginn 20. október, að safnast saman kl. 9 á Hlemmi og ganga þaðan niður að stjórnarráði þar sem ríkisstjórnarfundur fer fram. Með þessu vilja félögin hvetja stjórnvöld til frekari samningsvilja og minna á kröfur sínar sem eru að fá sambærilegar kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn hafa þegar fengið.