Fullbókað er á fræðslufund BSRB í tengslum við starfslok sem fram fer mánudaginn 3. febrúar 2014 kl. 15:15 í húsnæði BSRB að Grettisgötu 89, 1. hæð.
Fyrir þá sem ekki hafa bókað sig eða komast ekki á staðninn verður hægt að fylgjast með fræðslufundinum á vefnum á slóðinni straumur.bsrb.is. Nota þarf aðgangsorðið bsrb og lykilorðið er sömuleiðis bsrb. Þegar inn á síðuna er komið þarf að velja valmöguleikan live streaming vinstra megin á síðunni.
Fundurinn er ætlaður félagsmönnum aðildarfélaga innan BSRB sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum.
Dagskrá:
15:15: Ágústa H. Gísladóttir forstöðumaður réttindamála hjá LSR - Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins – Lífeyrisréttindi hjá LSR
15:45: Þórdís Ingvadóttir sérfræðingur hjá LSS – Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga – Lífeyrismál við starfslok
16:15: Kynning á störfum sjálfboðaliða Rauða krossins- Bergdís Kristjánsdóttir
16:30: Kaffi
16:45: Ásta Arnardóttir frá Tryggingastofnun – Lífeyrisþegar og almannatryggingar
17:15: Kynning á starfi U3A Reykjavík (The University of the Third Age) – Ásdís Skúladóttir leikstjóri
17:30: Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur – Ár fullþroskans
Frekari upplýsingar má nálgast hjá skrifstofu BSRB í síma 525 8306 eða með því að senda póst á netfangið johanna@bsrb.is.