Framkvæmdastjóri NFS í heimsókn

Christina J. Colclough framkvæmdastjóri NFS, sem eru heildarsamtök launafólks á Norðurlöndum, er í heimsókn hér á landi og átti fund með formanni og starfsfólki BSRB fyrr í dag. Þar fræddist Christina um stefnu BSRB, íslenska efnahagskerfið og komandi kjarasamninga svo eitthvað sé nefnt.

Þá fræddi Christina starfsfólk BSRB um áherslur sínar í starfi norræna verkalýðssambandsins, hvernig hún vildi sjá samtökin þróast á næstu árum og hver sameiginleg markmið verkalýðsfélaga á Norðurlöndum eru að hennar mati.

Christina tók nýverið við starfi framkvæmdastjórn NFS eftir að Lóa Brynjúlfsdóttir ákvað að snúa til annarra starfa. Christina hefur síðustu vikur verið að kynnast aðildarfélögum sambandsins og mun í næsta mánuði sitja fyrsta stjórnarfund NFS eftir að hún tók við embætti. Að baki NFS eru um 9 milljónir félagsmanna á Norðurlöndum sem starfa bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?