Formaður BSRB í Speglinum

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB var í viðtali við Spegilinn á Rúv í gær þar sem m.a. var rætt um komandi kjarasamninga og ný vinnubrögð í kringum þá vinnu.

Fjallað var sérstaklega um nýja skýrslu sem aðilar vinnumarkaðarins hafa látið gera í sameiningu um efnahagsumhverfi og launaþróun. Skýrslan mun nýtast samninganefndum vel við þá vinnu sem framundan er við gerð nýrra kjarasamninga. Þá skýrslu má nálgast hér.

Aðspurt um kjaramálin sagði Elín Björg að fyrir utan bættan kaupmátt launa væri áhersla m.a. lögð á að stytta vinnuviku, endurskoða málefni og vinnutíma vaktavinnufólks, jafna laun kynja, varanlegan húsaleigumarkað og jafnframt umhverfismálin. Viðtalið við Elínu Björgu má nálgast hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?