Áfangaskýrsla aðgerðarhóps um launajafnrétti

Aðgerðarhópur um launajafnrétti hyggst framkvæma rannsókn á launamun kynjanna á þessu ári og gefa út skýrslu um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Nú þegar hefur hópurinn skilað félags- og húsnæðismálaráðherra áfangaskýrslu með samantekt á nýlegum launakönnunum og umfjöllun um norrænt samstarf og fyrirmyndir að verkefnum.

Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að konur eru meirihluti nemenda á nær öllum skólastigum. Þær eru í meirihluta nemenda sem útskrifast á Norðurlöndum og er hlutfallið langhæst hér eða tæp 67%.

Skýrsluhöfundar segja að staðalmyndir um konur og karla virðist ráða miklu um náms- og starfsval ungs fólks og því sé vinnumarkaðurinn enn mjög kynskiptur. Rannsóknir á kynbundnum launamun sýna mun frá 7-18% og eru niðurstöðurnar mismunandi eftir rannsóknaraðferðum, hópum og svæðum. Niðurstöður launakannanna eiga það þó allar sameiginlegt að sýna fram á óútskýrðan kynbundinn launamun.

Áfangaskýrslu aðgerðarhópsins má nálgast hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?