Félagsmálaskóli alþýðu verður með Opið Trúnaðarmannanámskeið I 4. þrep í Lionssalnum, Skipagötu 14, á Akureyri dagana 11. og 12. nóvember n.k. (sjá meðfylgjandi dagskrá).
Námskeiðið er öllum trúnaðarmönnum opið. Skráningu er að ljúka og því vissara að hafa samband sem allra fyrst. Skráning fer fram á vef skólans www.felagsmalaskoli.is. Hádegisverður og kaffi innifalið í námskeiðsgjaldi.
· Farið er í helstu þætti íslenskrar vinnulöggjafar – eins og lög og kjarasamninga sem fjalla um réttindi og skyldur aðaila vinnumarkaðarins.
· Farið er í ákvæði laga sem styrkja kjarasamning með áherslu á ráðningarsamning, laun, launagreiðslur, orlof og frídaga, veikindi og veikindalauna
· Uppsagnir, réttarvernd trúnaðarmanna, foreldra-og fæðingarorlof o.fl.
· Nemendur læra að fara yfir launaseðil og læra framsetningu þeirra.
· Nemendur læra að reikna út dagvinnu, yfirivinnu og stórhátíðarkaup svo og hvíldartíma
· Farið er í mikilvægi varðveislu launaseðla
· Farið er í frádráttarliði og skatt.
· Nemendur fá verkefni sem felast í útreikningum launa og launaliða.
Stundatafla 11. og 12. október 2013
Dagur Tími |
Mánudagur 11. nóvember
|
Þriðjudagur 12. nóvember |
09.00 – 12.00 |
Vinnuréttur
Guðmundur Hilmarsson |
Lestur launaseðla og launaútreikningar
Guðmundur Hilmarsson |
12.00 – 13.00 |
Matur |
Matur |
13.00 – 16.00 |
Vinnuréttur
Guðmundur Hilmarsson |
Lestur launaseðla og launaútreikningar
Guðmundur Hilmarsson
Námsmat og slit |