401
Fulltrúi úr stjórn Starfsmannafélags Kópavogs (SfK) ásamt lögfræðingi BSRB áttu á mánudaginn sl. fund hjá ríkissáttasemjara. Þar kom ... með lögfræðingi BSRB og forsvarsmanni frá Outcome, sem sá um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar, þar var tekin ákvörðun um að fresta fyrirhuguðu verkfalli um sinn og endurtaka atkvæðagreiðsluna. Þrátt fyrir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi verið afgerandi, telur ... ..
Stjórn SfK harmar jafnframt framkomu bæjarstjórnar Kópavogsbæjar í málinu. Ítrekað hefur meirihluti bæjarstjórnarinnar neitað að hitta stjórn SfK og formann BSRB vegna málsins. Fyrst var óskað eftir fundi vegna kjaradeilunnar áður en hún kom inn á borð ... ríkissáttasemjara, en meirihluti bæjarstjórnar hefur alltaf neitað að hitta fulltrúa SfK og BSRB en þess í stað vísað á samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga ( SNS ... )..
Það er krafa stjórnar SfK að bæjarstjórn Kópavogsbæjar leggi sitt af mörkum til að leysa megi kjaradeildu félagsins með farsælum og sanngjörnum hætti líkt og gert var hjá öðrum aðildarfélögum BSRB
402
réttinda. Heildarsamtök opinberra starfsmanna hafa tekið þátt í þeirri vinnu enda miklir hagsmunir í húfi. Það er skýr krafa BSRB að ef jafna á lífeyrisréttindi á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins þurfi laun opinberra starfsmanna að hækka ... . .
„ BSRB mun ekki samþykkja neinar breytingar á lífeyriskjörum opinberra starfsmanna nema tryggt sé að ekki verði hróflað við þegar áunnum réttindum. BSRB tekur þátt í vinnunni við að búa til samræmt lífeyriskerfi til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri ... vinnumarkaði verið sambærileg. Það er því skýr krafa BSRB að komi til jöfnunar lífeyrisréttinda þarf að bæta opinberum starfsmönnum það upp í launum,“ segir Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB
403
Opinberir starfsmenn sætta sig ekki við áframhaldandi skeytingarleysi viðsemjenda nú þegar tíu mánuðir eru liðnir frá því kjarasamningar losnuðu. Félagar í BSRB, Bandalagi háskólamanna (BHM) og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) munu ... fjölmenna á fund í Háskólabíói klukkan 17 í dag til að krefjast þess að ríki og sveitarfélög gangi tafarlaust til samninga við starfsfólk sitt.
Á sama tíma munu félagsmenn BSRB, BHM og Fíh koma saman á baráttufundum víða um land og fylgjast ... til að við sýnum viðsemjendum okkar það. Nú munum við fylgja eftir okkar kröfum með aðgerðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Á baráttufundinum mun forystufólk opinberra starfsmanna kanna hug félagsmanna til þess að hefja þegar í stað ... undirbúning frekari aðgerða til að knýja viðsemjendur til þess að ganga til samninga.
Ræðumenn verða:.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, fyrir hönd BHM ... Reykjavíkurdætrum taka nokkur lög.
. Fundir á landsbyggðinni.
Búið er að skipuleggja fundi á landsbyggðinni þar sem tekið verður við streymi frá fundinum í Háskólabíói. Félagar í aðildarfélögum BSRB, BHM og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
404
bæjarstarfsmannafélög innan BSRB kjarasamninga sína nema SfK. Við upphaf kjarasamningsviðræðna þessa árs lá ljóst fyrir að ekki yrði samið um heildarendurskoðun kjarasamninga. Þannig yrði kjarasamningum framlengt með breytingum sem væru sambærilegar í öllum ... kjarasamningum aðildarfélaga BSRB og samningur farmlengdur til eins árs. .
Við undirritun kjarasamnings í júlí sl. hjá SfK var þeim aftur á móti tilkynnt að fella ætti út yfirlýsingu ... ..
Stjórn BSRB sendi nýverið frá sér ályktun þar sem skorað var á Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Kópavogsbæjar að ganga frá framlengingu kjarasamninga við SfK með sama hætti og gert var hjá öðrum aðildarfélögum BSRB. Nú er ljóst
405
Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB, Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs, Ingibjörg Hjaltadóttir sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Landspítala og Erna Indriðadóttir fjölmiðlakona munu allar flytja erindi en ítarlegri dagskrá ... málþingsins má sjá hér að neðan..
Allir áhugasamir eru velkomnir á málþingið sem fer fram kl. 13 þann 13. október í húsi BSRB að Grettisgötu 89. Að loknum erindunum munu fyrirlesarar ... BSRB .
13:30 Aldursvæn Reykjavík. Hvað er nú það? – Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs .
Fundarstjóri: Ágúst Bogason, kynningarfulltrúi BSRB
406
Verkföll samþykkt í sex sveitarfélögum til viðbótar.
Yfirgnæfandi meirihluti félaga BSRB í sex sveitarfélögum, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Árborg, Ölfus, Hveragerði og Vestmannaeyjum samþykkti boðun verkfalls ... í atkvæðagreiðslum sem lauk nú á hádegi. Því er ljóst að þungi færist í verkfallsaðgerðir BSRB félaga en verkfallsboðanir hafði þegar verið samþykkt í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Í Hafnafirði samþykktu 95,36% verkfallsboðun ... virðist hafa verið löngu tilbúið í verkföll, fólk ætlar ekki að láta þetta misrétti yfir sig ganga ofan á allt og er tilbúið til að leggja niður störf til að knýja fram réttláta niðurstöðu“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um kosninguna ... . „Sveitarfélögin hafa þó enn tækifæri til að sjá að sér og koma til móts við starfsfólk sitt en hingað til hefur samningsviljinn verið enginn,“ sagði Sonja.
Yfir 1500 BSRB félagar leggja því að óbreyttu niður störf í maí og júní hjá tíu sveitarfélögum
407
Aðgengi að hreinu og góðu drykkjarvatni, beint úr krananum, telst sjálfsagt mál á Íslandi en það er ekki svo víða um heim. BSRB hefur, eins og önnur samtök launafólks víða um heim, barist fyrir því að óhindrað aðgengi almennings að neysluvatni ... verslunarvara með síaukinni einkavæðingu vatnsveita.
BSRB telur að vatnsveitur ætti að reka á félagslegum grunni og taka mið af almannahagsmunum til að tryggja rétt einstaklinga til nægilegs hreins vatns til drykkjar og hreinlætis á viðráðanlegu verði ... . Eins og fram kemur í stefnu bandalagsins í umhverfismálum, sem mótuð var á þingi BSRB haustið 2015, þarf bæði að tryggja að auðlindir landsins verði í almannaeigu og að aðgengi
408
BSRB tekur þátt í spennandi tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar sem hófst nú um mánaðarmótin. Það hefur lengi verið á stefnuskrá BSRB að stytta vinnuvikuna til að koma megi ... starfsstaðanna. Fulltrúi BSRB, Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri bandalagsins, situr í stýrihópi verkefnisins ásamt fulltrúum Reykjavíkurborgar og bindur hópurinn vonir við að hægt verði að taka stærri skref þegar tilraunaverkefninu lýkur svo koma megi
409
sem hafa mikilvægustu innsýnina í kerfið og hvernig best er að móta það til framtíðar.
Fulltrúar BSRB og starfsmenntasjóða BSRB á fundinum voru Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags, Fríða Rós Valdimarsdóttir, sérfræðingur í fræðslumálum ... hjá BSRB, Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og Ragnhildur Bolladóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá Sjúkraliðafélagi Íslands.
Starfshópur á vegum félags og vinnumarkaðsráðherra um heildarendurskoðun framhaldsfræðslunnar
410
Hvernig heilbrigðiskerfi vill íslenska þjóðin? Vill almenningur treysta áfram á opinbera heilbrigðiskerfið eða auka einkareksturinn? Þessum spurningum og fleirum verður svarað á opnum veffundi BSRB um heilbrigðismál miðvikudaginn 26. maí ... , prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, kynna helstu niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem unnin var í samvinnu við BSRB. Þar var meðal annars spurt um ólík rekstrarform í heilbrigðisþjónustunni, fjármögnun hennar og fleira. Að loknu erindi Rúnars mun ... hann svara spurningum frá fundargestum. Fundarstjóri verður Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Hægt er að skrá þátttöku á Facebook-viðburði
411
Sumrin eru frábær árstími til að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum enda flestir sem taka sér sumarfrí á þessum tíma árs. Þó það sé gott að eiga gæðastundir á sumrin er markmið BSRB að fjölga þeim allt árið um kring. Stór áfangi í þá átt ... áður en snúa þarf aftur til vinnu.
Fjölskylduvænt samfélag hefur verið eitt af stóru baráttumálum BSRB lengi. Fjallað er um þetta mikilvæga mál í stefnu bandalagsins sem samþykkt var á 45. þingi ... BSRB haustið 2018..
Stór þáttur í baráttunni fyrir fjölskylduvænna samfélagi hefur verið krafan um styttingu vinnuvikunnar. Nú hefur þeim áfanga verið náð að samið hefur verið um allt að fjögurra stunda styttingu í dagvinnu og að lágmarki ... fjórar og hámarki átta hjá vaktavinnufólki.
Í haust ætti vinna við undirbúning á styttingu vinnuvikunnar að ná hámarki á vinnustöðum hjá launafólki sem er i aðildarfélögum BSRB. Samtal innan vinnustaða um styttingu hjá dagvinnufólki á að klárast 1 ... en dagvistun ekki tryggð.
Einnig náðist mikilvægur áfangi í baráttu BSRB fyrir fjölskylduvænna samfélagi á árinu þegar ákveðið var að lengja fæðingarorlofið úr 9 mánuðum í 12. Þá stendur eftir krafan um að réttur barna til öruggrar gjaldfrjálsrar
412
Áherslan á félagslegt réttlæti er eitt af því sem sameinar BSRB og Alþýðusamband Ísland í baráttu fyrir betra samfélagi. Mikilvægt er að heildarsamtök launafólks standi saman og styðji við hvort annað í baráttunni, sagði Elín Björg Jónsdóttir ... , formaður BSRB, í ávarpi sínu við setningu 42. þings ASÍ í morgun. . „Stundum er eins og við í forystu BSRB og ASÍ tölum í sitthvora áttina í mikilvægum málum, en þegar nánar er að gáð eru miklu fleiri atriði sem sameina okkur en sundra,“ sagði ... Elín Björg. „Við erum sammála um mikilvægi þess að berjast fyrir kjörum og réttindum launafólks í landinu. Þar eigum við að standa saman og styðja við bakið hvort á öðru í baráttunni.“. . Elín Björg sagði BSRB og ASÍ eiga það sameiginlegt ... félagar. . Samstaða er yfirskrift þessa fertugasta og annars þings ASÍ og það á vel við. Hún er mikilvægt afl fyrir allt launafólk og við eigum þar samleið BSRB og ASÍ. . Stundum er eins og við í forystu BSRB og ASÍ tölum í sitthvora ... hvort á öðru í baráttunni. . Mikilvægi heildarsamtaka á borð við ASÍ og BSRB eru augljós í því að móta sýn um hvernig samfélag við viljum byggja. En það er ekki nóg að hafa markmiðin á hreinu, við verðum líka að vinna sameiginlega að því að komast
413
Félagsmenn í aðildarfélögum BSRB og ASÍ hafa tekið vel við sér og fjölmargar umsóknir hafa borist Bjargi íbúðafélagi. Rétt er að minna sérstaklega ... þá sem búa á landsbyggðinni á möguleikann á að sækja um.
Bjarg íbúðafélag, sem stofnað var af ASÍ og BSRB, hefur það að markmiði að byggja upp og leigja tekjulágum félögum þessara tveggja heildarsamtaka íbúðir. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni.
Samkvæmt samantekt frá Bjargi, sem kynnt var á fundi stjórnar BSRB síðastliðinn föstudag, hafa á fimmta hundrað umsóknir þegar borist félaginu. Mikill meirihluti umsókna, nærri níu af hverjum tíu, eru frá fólki sem nú býr á höfuðborgarsvæðinu ....
Þeir félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem hafa hug á að sækja um íbúð hjá Bjargi eru hvattir til að nota sér reiknivél á vef Bjargs og að skila inn umsókn fyrir lok júlí
414
Forsvarsmenn Bjargs íbúðafélags, sem stofnað var af BSRB og ASÍ, hafa undirritað viljayfirlýsingar um uppbyggingu á leiguíbúðum í Sveitarfélaginu Árborg og Sveitarfélaginu Ölfusi.
Áformað er að reisa 44 íbúðir í Björkustykki á Selfossi ... sem fyrst.
„Þetta er afar jákvætt skref enda hefur verið ríkur vilji til þess hjá Bjargi að byggja líka upp leiguíbúðir á landsbyggðinni,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB og stjórnarmaður í Bjargi íbúðafélagi.
„Við sjáum ... að það er þörf fyrir íbúðir af þessu tagi víða og mikilvægt að hraða uppbyggingu eins og mögulegt er svo hægt verði að flytja inn sem fyrst,“ segir Elín.
Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignastofnun stofnuð af BSRB og Alþýðusambandi Íslands árið 2016 ... . Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði, félagsmönnum í BSRB og ASÍ, aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.
Uppbygging er þegar hafin á tveimur stöðum
415
Breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna taka gildi í dag, 1. júní. Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildi krefst BSRB þess að stjórnvöld standi að fullu við það samkomulag sem undirritað var 19. september síðastliðinn ....
Í ályktun aðalfundar BSRB um lífeyrismál kemur fram að lögin sem Alþingi setti fyrir áramót hafi ekki verið í samræmi við afar skýrt orðalag samkomulagsins. Þar var kveðið á um að réttindi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar yrðu jafn verðmæt ... BSRB ítrekar að í lögunum er hin óbeina bakábyrgð launagreiðenda á skuldbindingum sjóðfélaga í A-deildunum sem ekki hafa náð 60 ára aldri afnumin án bóta. „Það er skýr krafa aðalfundarins að staðið verði við samkomulagið og lögum breytt til að viðhalda ... um málið, sem finna má á vef BSRB, er farið yfir aðkomu bandalagsins að málinu og áhrifin sem breytingarnar munu hafa á sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar
416
Bjarg íbúðafélag, sem stofnað er af BSRB og ASÍ, hefur fengið úthlutað byggingarrétti á þremur stöðum í Reykjavík. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, skrifaði undir samkomulag ... þar að lútandi ásamt Gylfa Arnbjörnssyni, forseta BSRB, og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á einni lóðanna í dag.
Reykjavíkurborg hefur skuldbundið sig til að úthluta alls 1.000 lóðum til íbúðafélagsins. Á þeim þremur lóðum sem nú hefur verið úthlutað ... á kostnað gæða.
Bjarg íbúðafélag er leigufélag sem BSRB og ASÍ stofnuðu á síðasta ári. Félagið er rekið sem sjálfseignarstofnun án hagnaðarmarkmiða. Því er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að ódýru, öruggu og vönduðu
417
niðurstöður góðu. . BSRB hefur lagt mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar frá árinu 2004 og tók þátt í tilraunaverkefninu með Reykjavíkurborg. Þá mun bandalagið taka þátt í sambærilegu tilraunaverkefni sem nú er að fara í gang ... hjá ríkinu. . „Stytting vinnuvikunnar hefur verið ein helsta krafa BSRB allt frá árinu 2004. Líkt og aðrar kröfur kemur hún beint frá grasrótinni og færist sífellt ofar á forgangslista yfir kjarabætur félagsmanna,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir ... , formaður BSRB, í erindi sínu á málþinginu í síðustu viku. . Í verkefni Reykjavíkurborgar voru tveir vinnustaðir fengnir til samsstarfs. Á öðrum unnu starfsmenn klukkutíma skemur á hverjum degi, en á hinum var ekki unnið eftir hádegi á föstudögum .... . Stytting hefur jákvæð áhrif. Niðurstöðurnar eftir það ár sem liðið er frá því verkefnið fór í gang benda til þess að það hafi haft jákvæð áhrif, eins og fjallað hefur verið um hér á vef BSRB. Starfsmenn upplifa bætta líðan og meiri
418
ekki að nýta þessa jákvæðu þróun til að styrkja heilbrigðiskerfið, bregðast við vaxandi ójöfnuði og stuðla að aukinni velferð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn BSRB um tekjubreytingarfrumvarpið fyrir árið 2023 og Heiður Margrét Björnsdóttir ... , hagfræðingur hjá BSRB fjallar um í aðsendri grein á Kjarnanum.
Heiður segir illskiljanlegt að frumvarpið boði hækkun gjalda á almenning, sem komi verst niður niður á tekjulægri hópum, í stað þess að grípa til tekjuöflunar hjá fyrirtækjum ... fyrirtækja, segir Heiður.
BSRB gerir þá kröfu nú þegar rykið er að setjast í kjölfar heimsfaraldursins að stjórnvöld geri jöfnuð, velsæld og velferð að meginmarkmiðum sínum. Þau markmið má fjármagna með breyttri forgangsröðun við tekjuöflun t.d ....
Hér má lesa grein Heiðar í heild sinni.
Hér má lesa umsögn BSRB
419
„ BSRB hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að styrkja almannaþjónustuna og tekjutilfærslukerfin til að efla velferð hér á landi. Fjárlagfrumvarpið svarar ekki þessu ákalli heldur boðar þvert á móti niðurskurð í opinberri þjónustu og stefnuleysi ... í tekjutilfærslukerfunum“, segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB í grein á www.bsrb.is.
.
Þrátt fyrir að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2023 sé teiknuð upp mynd af hagkerfi á blússandi siglingu ... Vörðu sem framkvæmd var í árslok 2021 sýndi ennfremur fram á að þriðjungur launafólks í aðildarfélögum BSRB og ASÍ átti erfitt með að ná endum saman.
En fjárlagafrumvarpið boðar niðurskurð í velferð og lítið er gert til að tryggja viðunandi ... og húsnæðisstuðningur felst í óljósum fyrirheitum um að efna gefin loforð.
Styrkur hvers samfélags birtist í stöðu viðkvæmustu hópa þess. BSRB kallar eftir því að almannaþjónustan verði styrkt og tryggt verði aukið fjármagn til barnabóta og húsnæðismála
420
Aðildarfélög BSRB sem semja við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að undirbúa atkvæðagreiðslur um verkfallsboðun. Atkvæðagreiðslurnar fari fram hjá hverju félagi fyrir sig 17. til 19. febrúar og áformaðar ... aðgerðir hefjist í mars.
Félagsmenn aðildarfélaga BSRB sinna fjölbreyttum störfum til að mynda á Landspítalanum og í annarri heilbrigðisþjónustu, í velferðarþjónustu, skólum, leikskólum og frístundaheimilum, í sundlaugum, íþróttahúsum og þjónustu ... við aldraðra og fólk með fötlun. Um 19 þúsund starfsmenn ríkis og sveitarfélaga starfa undir kjarasamningum aðildarfélaga BSRB.
Félögin hafa verið kjarasamningslaus í á ellefta mánuð en kjarasamningsviðræður munu halda áfram samhliða undirbúningi ... aðildarfélaga BSRB sem munu birta sínum félagsmönnum nánari upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslu og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir eins fljótt og auðið er