381
Flest aðildarfélög BSRB hafa ákveðið í samráði við viðsemjendur sína að fresta samningaviðræðum fram í ágúst.
Á fundi samninganefndar ríkisins við Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR-stéttarfélag ... í almannaþjónustu fyrir helgi var gengið frá bókun þess efnis að fresta frekari samningaviðræðum til 6. ágúst næstkomandi. Nú hafa önnur aðildarfélög BSRB sem semja við ríkið einnig gengist undir þetta samkomulag en samningar flestra félaganna hafa verið lausir ... frá 30 . apríl.
Jafnframt var samþykkt ákvæði á milli aðildarfélaga BSRB og Samningarnefndar ríkisins um að takist samningar milli félaganna og ríkisins fyrir 30. september muni gildistími þeirra samninga verða frá 1. maí sl.
Þá hafur ... sambærilegt samkomulag verið gert við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir þau aðildarfélög BSRB sem semja við sveitarfélögin.
Félögin sem um ræðir eru:.
Félag flugmálastarfsmanna ríkisins.
Félag opinberra
382
Viðræður Landssambands lögreglumanna við samninganefnd ríkisins um nýjan kjarasamning hafa enn engan árangur borið og verður næsti samningafundur í kjaradeilunni ekki haldinn fyrr en þann 19. ágúst. BSRB kallar eftir því að gengið verði ... til kjarasamnings við lögreglumenn án frekari tafa.
Landssambandið er eina aðildarfélag BSRB sem ekki hefur náð samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning, en kjarasamningur landssambandsins rann út í byrjun apríl 2019. Síðasti samningafundurinn ... ekki.
„Við höfum engin viðbrögð fengið frá samninganefnd ríkisins að okkar tillögum að lausn deilunnar,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB kallar eftir því að ríkið semji við lögreglumenn án ... frekari tafa. „Það er fráleit staða að lögreglumenn sitji eftir þegar samið hefur verið við aðra hópa innan BSRB. Lögreglumenn eru framlínustétt og hafa ítrekað þurft að leggja heilsu sína í hættu við sín skyldustörf í heimsfaraldrinum sem nú geisar
383
Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í þeim aðildarfélögum BSRB sem lokið hafa atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga samþykktu samningana. Atkvæðagreiðsla stendur enn yfir eða er að hefjast hjá öðrum aðildarfélögum.
Atkvæðagreiðslu ... um samninga aðildarfélaga BSRB sem gerðir voru við Samband íslenskra sveitarfélaga er lokið og niðurstöðurnar farna að berast viðsemjendum og ríkissáttasemjara. Atkvæðagreiðslum nokkurra félaga um samninga við ríkið er einnig lokið. Atkvæðagreiðsla annarra ... félaga um samninga við ríkið og Reykjavíkurborg stendur enn yfir. .
BSRB hefur ekki fengið niðurstöður frá öllum aðildarfélögum og verður fréttin uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.
Alls samþykktu á bilinu 58 til 88 prósent ....
Niðurstöður úr einstökum atkvæðagreiðslum má sjá hér..
Tvö aðildarfélög BSRB til viðbótar hafa nú skrifað undir kjarasamning. Kjarasamningur Félags starfsmanna stjórnarráðsins og ríkisins var undirritaður föstudaginn 20. mars og Landssamband
384
Það er með öllu óásættanlegt að enn og aftur þurfi að grípa til harkalegs niðurskurðar á Landspítalanum og grafa þannig undan heilbrigðiskerfinu, að mati BSRB. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða til að leiðrétta stöðu spítalans og draga ... með þátttöku í undirskrifasöfnun þar sem um 85 þúsund manns kröfðust stóraukinna framlaga til heilbrigðismála,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Afleiðingarnar af niðurskurði á Landspítalanum eru alvarlegar fyrir bæði sjúklinga ... ekki til að bæta þann vanda. Eðlilegra væri að leita allra leiða til að draga úr álagi og bæta kjörin til að fjölga í þessum mikilvægu fagstéttum,“ segir Sandra B. Franks, stjórnarmaður í BSRB og formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
BSRB varaði ... , þar með talið stórra hópa innan BSRB sem starfa á Landspítalanum. Það er dapurt innlegg inn í þær kjaraviðræður að skera enn meira niður hjá þjóðarsjúkrahúsinu, fækka starfsfólki og auka enn frekar álagið á þá starfsmenn sem eftir eru.
Stjórn BSRB
385
BSRB birti á mánudag frétt þess efnis að störfum hjá ríkinu hefði fækkað um 10,6% frá árinu 2008 ... . Vegna athugasemda Viðskiptaráðs við þá frétt vill BSRB árétta að eftirfarandi atriði skýra mismun þeirra talna sem VÍ og BSRB fara ... til að fá sem réttastar niðurstöður. Ef bornar eru saman apríltölur frá árinu 2000-2014 er fjölgun stöðugilda hjá ríkinu 2,8%. Í tölum BSRB er notað ársmeðaltal ársins 2000 og meðaltal síðustu 12 mánaða. Fjölgunin samkvæmt þeim tölum var á tímabilinu 5,6% líkt og kom ... fram í upphaflegri frétt BSRB. Þannig eru notaðar sambærilegar tölur fyrir bæði tímabilin.
Meðalfjöldi stöðugilda hjá ríkinu árið 2000 var því 15.700 þegar notað er ársmeðaltal og tekið ... .
BSRB stendur því við fyrri útreikninga sína varðandi fjölda starfa hjá ríkinu og ítrekar orð sín um að umræða verði að byggja á réttum upplýsingum, þar sem sambærilegar tölur á milli ára eru bornar saman
386
varaseðlabankastjóri og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB ræddu um vinnumarkaðinn og komandi kjarasamningsviðræður.
Aðspurð hvort BSRB myndi slá af kröfum sínum í komandi kjarasamningum sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, að út frá niðurstöðum ... Kjaratölfræðinefndar væru launin alltaf lægst á opinberum vinnumarkaði og langlægst hjá sveitarfélögunum. Það væri hlutverk BSRB að tryggja lífskjör og lífsgæði félagsfólks. „Þannig erum við að axla okkar ábyrgð – við erum að tryggja að okkar fólk nái endum saman ... hópar sem BSRB væri að horfa til í kjarasamningum og það væri ekki nóg að skoða hvað fólk fær í launaumslaginu heldur skipti máli hvernig tilfærslukerfin væru nýtt. Miðað við frumvarp til fjárlaga eins og þau líti út núna ætli ríkisstjórnin ... að 2/3 félagsfólks í aðildarfélögum BSRB væru konur sem staðið hafi vaktina í heimsfaraldrinum og haldið uppi velferðarkerfinu. Meginástæðan fyrir launamun kynjanna væri vegna þess hversu kynskiptur vinnumarkaðurinn er. Það væri meirihluti kvenna
387
BSRB, stærstu heildarsamtök launafólks í opinberri þjónustu á Íslandi, leggur áherslu á að ríkið verði að auka við tekjuöflun sína til að unnt sé að efla velferðarþjónustu og styðja ... þar sem fólk er farið að finna verulega fyrir verðbólgunni og vaxtahækkunum á eigin skinni. Það voru því vonbrigði fyrir okkur hjá BSRB að sjá að þessi fjármálaáætlun er hvorki til þess fallin að draga úr verð´bólgunni sem bítur okkur öll, né heldur til að auka ... Margrét Björnsdóttir, hagfræðingur BSRB..
BSRB leggur áherslu ... .
Hækka þarf lágmarks- og hámarksgreiðslur í fæðingarorlofskerfinu og brúa umönnunarbilið frá fæðingarorlofi til leikskóla.
BSRB leggur ríka
388
Christina J. Colclough framkvæmdastjóri NFS, sem eru heildarsamtök launafólks á Norðurlöndum, er í heimsókn hér á landi og átti fund með formanni og starfsfólki BSRB fyrr í dag ... . Þar fræddist Christina um stefnu BSRB, íslenska efnahagskerfið og komandi kjarasamninga svo eitthvað sé nefnt..
Þá fræddi Christina starfsfólk BSRB um áherslur sínar í starfi norræna
389
Póstmannafélag Íslands varð í gær fyrsta aðildarfélag BSRB til að gera nýjan kjarasamning á þessu ári. Samninganefnd félagsins skrifaði undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Íslandspósts, en samningar félagsins höfðu ... . Kynningar munu að mestu fara fram í næstu viku. Formaður og aðrir stjórnarmenn munu mæta á vinnustaði eins og hægt verður auk þess sem ákveðið hefur verið að boða kynningarfund í BSRB-húsinu.
Önnur aðildarfélög BSRB í viðræðum.
Kjarasamningar allra annarra aðildarfélaga BSRB eru lausir og hafa flestir verið það frá því í byrjun apríl. Samningaviðræður hafa verið í gangi og hafa félögin falið bandalaginu að semja um sameiginleg mál á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli
390
Aldrei verður sátt um það í íslensku samfélagi að lítill hópur einstaklinga fái háar kaupaukagreiðslur eins og tíðkuðust fyrir bankahrunið 2008 að mati formannaráðs BSRB ... . Í ályktun frá ráðinu er skorað á íslensk fyrir tæki að sýna samfélagslega ábyrgð og hverfa ekki aftur til þess verklags sem átti þátt í hversu illa fór fyrir íslensku samfélagi í hruninu. . Í ályktun formannaráðs BSRB segir að það hafi ... starfsmanns. Formannaráð BSRB fagnar því að rammi hafi verið settur, þó hann sé óþarflega víður.
Fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð.
„Ráðið telur að fyrirtæki sem ekki falla undir þessi lög ættu engu að síður að sýna samfélagslega ábyrgð ... sem við viljum öll búa við,“ segir í ályktun formannaráðs BSRB. . Smelltu hér til að lesa ályktunina í heild
391
þyngst á tekjulága.
Með hækkun almennra gjalda eru lagðar jafnar byrðar á alla landsmenn, sem mun óhjákvæmilega leggjast hlutfallslega þyngst á lágtekjufólk. Að mati BSRB er tekjuöflun hjá þeim aðilum sem hafa svigrúm til að greiða hærri ... stað eigi að bæta hana á öðrum. BSRB óskar eftir heildstæðri áætlun til næstu ára hvað þetta varðar. Án slíkrar áætlunar verður stefnan handahófskennd og ræðst af sveiflum í hagkerfinu en ekki stefnumörkun.
Fjársvelt ... launafólks horfa til samspils launa og annara þátta. Þar vega húsnæðismál, stuðningur við barnafjölskyldur, almanna- og atvinnuleysistryggingar þyngst.
BSRB leggur ríka áherslu á hraða uppbyggingu almennra íbúða og umtalsverða fjölgun þeirra á næstu ... árum til að tryggja húsnæðisöryggi launafólks í lægri tekjuhópum og að byrði húsnæðiskostnaðar verði ekki umfram 25 prósent af ráðstöfunartekjum.
BSRB hefur lengi kallað eftir stórefldu barnabótakerfi á Íslandi. Kerfið í dag er ekki fullnægjandi ... og mikilvægt er að breyta því þannig að barnabætur byrji ekki að skerðast fyrr en að meðaltekjum er náð.
BSRB leggur áherslu á að breyta þurfi fæðingarorlofskerfinu þannig að þau sem eru með allra lægstu launin haldi óskertum tekjum í fæðingarorlofi
392
BSRB óskar Stefáni til hamingju með góða kosningu og hlakkar til þess að eiga samstarf við hann á komandi árum. . BSRB þakkar jafnframt fráfarandi formanni, Sverri Birni Björnssyni, kærlega fyrir samstarfið á undanförnum árum, og óskar ... , Njáll Pálsson og Jón Pétursson. Varamenn í stjórn eru þeir Viður Arnarsson og Hlynur Kristjánsson. Þeir koma allir nýir inn í stjórnina, og býður BSRB þá velkomna til starfa
393
Fundur BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara í dag skilaði ekki árangri. Ekki hefur verið boðaður annar fundur í ljósi þess hversu langt ber á milli deiluaðila.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir ... skriðþungi færist í aðgerðirnar fram á sumar. Svo sveitarfélögin verða að gera betur.“.
Hægt er að sjá uppfært yfirlit yfir verkfallsaðgerðir BSRB hér
394
að sinna verkefnum sínum til fulls. Niðurstöðurnar voru kynntar á málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. . Reykjavíkurborg og BSRB stóðu sameiginlega að tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar, sem nú hefur staðið í 14 mánuði á tveimur stórum ... á meðan Barnavernd Reykjavíkur lokaði á hádegi á föstudögum. . Krafa BSRB frá árinu 2004. „Stytting vinnuvikunnar hefur verið ein helsta krafa BSRB allt frá árinu 2004. Líkt og aðrar kröfur kemur hún beint frá grasrótinni og færist ... sífellt ofar á forgangslista yfir kjarabætur félagsmanna,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í erindi sínu á málþinginu fyrr í dag. . Hún sagði kröfu félagsmanna BSRB um breyttan vinnutíma skýra. Ástæðan sé að launafólk upplifi allt of ... mikið álag og togstreitu á milli fjölskyldu- og atvinnulífs. . „Jákvæðar niðurstöður tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar eru í samræmi við niðurstöður annarra sambærilegra verkefna um styttri vinnutíma í Svíþjóð. Að mati BSRB eru helstu kostir
395
BSRB óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.
Skrifstofa BSRB verður opin á hefðbundnum afgreiðslutíma frá kl. 9 til 16 á milli jóla og nýárs. Lokað verður á gamlársdag en skrifstofan opnar svo aftur á nýju ári
396
Starfsfólk skrifstofu BSRB óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra páska..
Skrifstofa BSRB verður lokuð
397
Aðgengi að hreinu og góðu drykkjarvatni, beint úr krananum, telst sjálfsagt mál á Íslandi en það er ekki svo víða um heim. BSRB hefur, eins og önnur samtök launafólks víða um heim, barist fyrir því að óhindrað aðgengi almennings að neysluvatni ... verslunarvara með síaukinni einkavæðingu vatnsveita.
BSRB telur að vatnsveitur ætti að reka á félagslegum grunni og taka mið af almannahagsmunum til að tryggja rétt einstaklinga til nægilegs hreins vatns til drykkjar og hreinlætis á viðráðanlegu verði ... . Eins og fram kemur í stefnu bandalagsins í umhverfismálum, sem mótuð var á þingi BSRB haustið 2015, þarf bæði að tryggja að auðlindir landsins verði í almannaeigu og að aðgengi
398
BSRB tekur þátt í spennandi tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar sem hófst nú um mánaðarmótin. Það hefur lengi verið á stefnuskrá BSRB að stytta vinnuvikuna til að koma megi ... starfsstaðanna. Fulltrúi BSRB, Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri bandalagsins, situr í stýrihópi verkefnisins ásamt fulltrúum Reykjavíkurborgar og bindur hópurinn vonir við að hægt verði að taka stærri skref þegar tilraunaverkefninu lýkur svo koma megi
399
sem hafa mikilvægustu innsýnina í kerfið og hvernig best er að móta það til framtíðar.
Fulltrúar BSRB og starfsmenntasjóða BSRB á fundinum voru Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags, Fríða Rós Valdimarsdóttir, sérfræðingur í fræðslumálum ... hjá BSRB, Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og Ragnhildur Bolladóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá Sjúkraliðafélagi Íslands.
Starfshópur á vegum félags og vinnumarkaðsráðherra um heildarendurskoðun framhaldsfræðslunnar
400
Hvernig heilbrigðiskerfi vill íslenska þjóðin? Vill almenningur treysta áfram á opinbera heilbrigðiskerfið eða auka einkareksturinn? Þessum spurningum og fleirum verður svarað á opnum veffundi BSRB um heilbrigðismál miðvikudaginn 26. maí ... , prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, kynna helstu niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem unnin var í samvinnu við BSRB. Þar var meðal annars spurt um ólík rekstrarform í heilbrigðisþjónustunni, fjármögnun hennar og fleira. Að loknu erindi Rúnars mun ... hann svara spurningum frá fundargestum. Fundarstjóri verður Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Hægt er að skrá þátttöku á Facebook-viðburði