1
skal trúnaðarmaður jafnframt sitja fyrir um að halda sínu starfi.
Samkvæmt samkomulagi um trúnaðarmenn er trúnaðarmönnum tryggð þau mikilvægu réttindi að geta sótt málþing, fundi, ráðstefnur og námskeið í allt að eina viku á ári án skerðingar á reglubundnum
2
Umsækjendur um störf hjá ríki og sveitarfélögum sem fá ekki starfið þrátt fyrir að þeir séu hæfustu umsækjendurnir eiga mjög erfitt með að sækja rétt sinn. Þetta kom fram í máli Trausta Fannars Valssonar, dósents við lagadeild Háskóla Íslands, á starfsdegi réttindanefndar BSRB í dag. . Trausti sagði það skyldu hins opinbera að ráða hæfasta einstaklinginn í auglýst starf. Leggja eigi mat á alla umsækjendur og velja þann hæfasta til starfans. Telji umsækjandi sem ekki fær starfið að
3
Nú á dögunum staðfesti Hæstiréttur Íslands niðurstöðu Landsréttar í máli starfsmanns sem taldi að ferðatími á vegum vinnu sinnar, til annars áfangastaðar en hefðbundinnar starfsstöðvar í því skyni að inna af hendi störf sín að kröfu atvinnurekanda, eigi að teljast til vinnutíma.
Í málinu hafði flugvirki hjá Samgöngustofu stefnt íslenska ríkinu og sett fram þessa viðurkenningarkröfu. Þannig fór viðkomandi fram á að sá tími frá því hann yfirgaf heimili sitt og þar til hann komst á áfang
4
Réttindanefnd BSRB stóð fyrir vel heppnuðum vinnudegi á miðvikudaginn þar sem starfsmenn aðildarfélaga BSRB gátu sótt sér ýmsan fróðleik um réttindamál og þjónustu við félagsmenn. Vel á fjórða tug sótti fundinn.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi frá SHJ ráðgjöf fjallaði um hvernig stéttarfélögin og starfsmenn þeirra geta bætt þjónustuna við félagsmenn með því að auka hæfni starfsmanna. Hún lagði meðal annars fyrir stutt verkefni fyrir þátttakendur sem þeir unnu í litl
5
fram sem markmið sem stefna skuli að frekar en beinhörð réttindi. Ekki hefur reynt mikið á þessi ákvæði, en þó féll nýlega áhugaverður úrskurður hjá kærunefnd jafnréttismála þar sem tekið er á svona álitaefni.
Í því máli var starfsmaður á leið til baka
6
en til uppsagnar kemur.
Reglur um áminningarferli opinberra starfsmanna má finna bæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og kjarasamningum starfsmanna sveitarfélaga. Þar segir að hafi starfsmaður sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra
7
í viðtali við Morgunblaðið í dag.
Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er ákvæði um að starfsmenn eigi að vinna þá yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega, en þó ekki meira en átta stundir á viku miðað við fullt starf
8
BSRB hafnar því að tímabundin heimild til að færa opinbera starfsmenn milli starfa og starfsstöðva á hættustundu með vísan til borgaralegrar skyldu þeirra verði lögfest til frambúðar.
Ákvæði sem heimilaði slíka tilfærslu var lögfest tímabundið vorið 2020 þegar heimsfaraldur COVID-19 hafði skollið á samfélaginu af fullum þunga. Heimildin var svo framlengd tímabundið vorið 2021.
BSRB gerði athugasemdir við ýmis atriði tengt þessari óvenjulegu heimild en lagði sig ekki gegn henni
9
Með dóminum er staðfestur skilningur verkalýðshreyfingarinnar á réttindum starfsfólks sem sagt er upp á meðan veikindum stendur.
Forsaga málsins er sú að umræddum starfsmanni, sem var kennari við menntaskóla, hafði verið sagt ... réttindum með uppsögn á tímabili veikinda. Sú niðurstaða dómsins er í samræmi við fyrri dómaframkvæmd. Ef uppsögn berist áður en veikindi komi til þá gildi uppsagnarfrestur en ef veikindaleyfi sé hafið þegar uppsögn berist hafi lengd uppsagnarfrests engin
10
faraldursins og snúa margar þeirra að réttindum starfsmanna í sóttkví.
Í umsögninni er bent á að ákvæði í kjarasamningum um rétt til launaðra fjarvista vegna veikinda barna nái ekki í öllum tilvikum til foreldra sem eigi barn í sóttkví. Þá eigi
11
Sjúkraliðafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu um réttindi aldraðra eftir hádegi fimmtudaginn 26. apríl næstkomandi á Icelandair Hótel Natura.
Þar verður meðal annars fjallað um stefnumótun í öldrunarmálum, eftirlit og aðhald með þeirri
12
Samkvæmt samkomulaginu eiga réttindi núverandi sjóðfélaga að vera jafn verðmæt fyrir og eftir breytingarnar. Frumvarpið tryggir ekki að svo sé. . BSRB hefur nú ... má sjá í umsögn bandalagsins við frumvarpið. Efnislega eru þær eftirfarandi:.
Tryggja þarf að réttindi sjóðfélaga í A-deild LSR verði jafn verðmæt eftir breytingar á skipan lífeyrismála. Skýrt þarf að vera að þar sé átt ... við réttindi þeirra sem eru að greiða í sjóðinn eða hafa greitt í sjóðinn, sem og þeirra sem hafa hafið töku lífeyris.
Tryggja þarf að hafi sjóðfélagi unnið sér inn rétt til lífeyrisauka haldist sá réttur þrátt fyrir að viðkomandi skipti um starf ... á þingmenn að gera nauðsynlegar breytingar til að verja áunnin réttindi sjóðfélaga í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna
13
Ýmis ný réttindi fyrir launafólk er að finna í nýsamþykktri tilskipun Evrópusambandsins (ESB) um samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þar sem Ísland er aðili að EES samningnum mun þurfa að innleiða tilskipunina á Íslandi. Ekki liggur ... fyrir hvernig eða hvenær það verður gert, en það er bæði hægt að gera með lögum og kjarasamningum.
Í tilskipuninni felast ýmis réttindi fyrir launafólk. Þar á meðal er innleiddur réttur feðra til greidds fæðingarorlofs í tvær vikur. Þó fæðingarorlof feðra hafi verið við lýði ... á Íslandi og á Norðurlöndum í einhvern tíma er sá réttur alls ekki almennur í Evrópu. Þessi breyting mun því hafa víðtæk áhrif í átt að auknu jafnrétti foreldra, þó breytingin muni ekki hafa áhrif hér.
Í tilskipuninni felast þó einnig réttindi ... til þess að tryggja að réttindi launafólks og fjölskyldna þeirra séu tryggð með sem bestum hætti
14
Réttindi launafólks tengd COVID-19 faraldrinum geta verið mismunandi eftir vinnustöðum. Nú þegar ljóst er að heimsbyggðin öll þarf að lifa með þessum faraldri í talsverðan tíma er gott að rifja upp helstu atriðin.
Sóttkví ... og svör um réttindi launafólks vegna COVID, sem gott getur verið að kynna sér. Þar er fjallað um laun í sóttkví, lækkað starfshlutfall, vinnu utan starfsstöðvar og fleiri atriði sem gott er að kynna sér.
Hægt er að smella á myndina hér að neðan
15
samningsvilja að samningaborðinu í stað þess að nota verkföll hjá stofnunum sínum sem skiptimynt í deilum sínum um fjárveitingar við stjórnvöld..
Réttindi starfsmanna stofnana ... í velferðarþjónustu voru um áratugaskeið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Síðustu ár hafa nokkrar stofnanir innan SFV hætt að viðurkenna þau réttindi og harmar aðalfundur BSRB að allar stofnanir viðurkenni ekki lengur sjálfsögð og eðlileg ... réttindi starfsmanna sinna. Breyting á viðhorfi SFV til réttinda opinberra starfsmanna sem starfa hjá stofnunum SFV myndi greiða fyrir gerð nýrra kjarasamninga milli aðildarfélaga BSRB og SFV ... . .
Velferðarmál eru á ábyrgð ríkisins en með núverandi rekstrarfyrirkomulagi sjálfseignarstofnana er ríkið að fría sig ábyrgð á rekstri þeirra. Á meðan SFV viðurkennir ekki sjálfssögð réttindi starfsmanna sinna og ríkið axlar ekki ábyrgð á því hvernig stofnanirnar ... eru reknar er augljóst að rekstrarfyrirkomulagið gengur ekki upp..
Aðalfundur BSRB gerir þá kröfu að SFV viðurkenni tafarlaust að réttindi sambærileg lögum um réttindi og skyldur
16
stéttarfélög.
Þegar eru í gildi kjarasamningar um öll störf á veitingahúsum. Þar eru ákvæði um kjör og réttindi sem hafa náðst með áratugalangri baráttu launafólks. Það er ámælisvert að stéttarfélag fyrirtækja ... á veitingamarkaði skuli hafa samið slík réttindi burt með einu pennastriki til hagsbóta fyrir atvinnurekendur. Þar er meðal annars um að ræða verri launakjör, lakari orlofsrétt og uppsagnarrétt o.fl. eins og sjá má á samanburði ... :.
.
.
Þá er félagsgjald í gervistéttarfélagið sambærilegt við félagsgjald í önnur stéttarfélög. Engu að síður virðist félagsfólk þess ekki ávinna sér sambærileg réttindi í sjúkrasjóði eða rétt til fræðslustyrkja eða annarra styrkja.
Það er forkastanlegt ... að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks í eiginhagsmunaskyni. Slíkt hefur ekki bara neikvæð áhrif á réttindi launafólks heldur rýrir einnig stöðu atvinnurekenda sem vilja standa heiðarlega að rekstri fyrirtækja sinna. Starfsfólk ... á veitingahúsum er að stórum hluta ungt fólk og fólk af erlendum uppruna, sem mikilvægt er að eigi málssvara í öflugu stéttarfélagi sem hefur burði til að standa vörð um réttindi þess.
17
svarað spurningum á borð við:.
Hvað þýðir annarsvegar jöfn ávinnsla réttinda og hinsvegar aldurstengd ávinnsla réttinda?
Skerðast lífeyrisréttindi núverandi félagsmanna í A-deildum LSR og Brúar?
Af hverju verður ... hafi að taka tillit til þess að hægt sé að ganga lengra í að veita félögum í lífeyrissjóðunum réttindi en það lágmark sem sett er í lögum. Það er gert með samþykktum sjóðanna.
. Óbreytt kerfi ekki valkostur.
BSRB hefur tekið þátt ... utan við ferlið vitandi að stjórnvöld myndu setja einhliða lög um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna. Ákveðið var að velja fyrri leiðina. Markmið BSRB í viðræðunum var að tryggja að áunnin réttindi myndu ekki skerðast og að hagsmuna framtíðarfélaga ....
Í lögum eru settar þær lágmarkskröfur sem lífeyrissjóðir þurfa að uppfylla, en þeim er jafnframt heimilt að ganga lengra og veita sínum félagsmönnum meiri réttindi. Ef þeir gera það er kveðið á um það í samþykktum sjóðanna, sem eru þær reglur sem kveða ... á um meðal annars réttindi sjóðfélaga. Fjármálaráðherra þarf að staðfesta samþykktir sjóðanna, að fenginni umsögn frá Fjármálaeftirlitinu.
Réttindin áttu að vera jafn verðmæt fyrir og eftir breytingar.
Frá upphafi var gengið út
18
og réttindi launafólks í brennidepli. Lýðræði er á undanhaldi í heiminum og um 70% jarðarbúa búa við einræði af einhverju tagi. Slík þróun veikir verkalýðshreyfinguna og ógnar réttindum launafólks. Grunnstoðir verkalýðshreyfingarinnar felst í gerð ... kjarasamninga og réttinum til að leggja niður störf til að knýja fram kröfur sínar. Víða í heiminum er grafið undan þeim réttindum og áform finnsku ríkisstjórnarinnar eru nærtækasta dæmið um. Í pallborðsumræðum um hvernig grundvallarréttindi á vinnumarkaði ... er mjög ólík milli landanna. Fram kom að rannsóknir sýna að samstöðuaðgerðir eru ein skilvirkasta leiðin til að vinna gegn skautun og að auknum réttindum. Þær má útfæra með fjölbreyttum hætti og eftir menningu hvers lands. Meginverkfæri verkalýðshreyfingarinnar ... í gegnum tíðina hafa falist í samstöðu um hvernig megi byggja saman upp betra samfélag. Sem lið í baráttunni gegn valdaöflum sem vilja veikja réttindi launafólks er því lykilatriði að virkja fólk – það er sameiningarafl í eðli sínu líkt og saga ... og áfangasigrar verkalýðshreyfingarinnar sýna. Markmiðið á ekki að felast í því að verja réttindi hverju sinni heldur sækja fram og leggja grunn að von um framtíðarsamfélag fyrir öll
19
Barnasáttmáli SÞ er 25 ára í dag. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ... til undirritunar og fullgildingar þann 20. nóvember 1989 og markaði tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna, þar sem sáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með réttindi, óháð réttindum fullorðinna
20
Nýr vinnuréttarvefur BSRB sem hefur verið í smíðum undanfarið var opnaður formlega á fundi formannaráðs BSRB sem haldinn var í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. Á vefnum er hægt að fræðast um flest sem við kemur réttindum launafólks á vinnumarkaði ... , til dæmis auglýsingu starfa og ráðningu í þau, ráðningarsamninga og fleira. Stærstur hluti vefsins fer í umfjöllun um málefni tengt starfsævinni, svo sem aðbúnað, fæðingarorlof, réttindi vaktavinnufólks, veikindarétt, orlof og fleira. Þá er að lokum fjallað ... um allt sem tengist starfslokum, til að mynda uppsagnir, uppsagnarfrest, niðurlagningu starfs og fleira.
Með nýjum vinnuréttarvef verður almennum félagsmönnum gert auðveldara fyrir að átta sig á eigin réttindum. Þá mun hann einnig nýtast ... starfsmönnum aðildarfélaga bandalagsins vel sem uppflettirit um réttindi þeirra félagsmanna. Vefurinn verður í þróun áfram og verður nýju efni bætt við og eldra uppfært eftir því sem þörf krefur