Sjúkraliðafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu um réttindi aldraðra eftir hádegi fimmtudaginn 26. apríl næstkomandi á Icelandair Hótel Natura.
Þar verður meðal annars fjallað um stefnumótun í öldrunarmálum, eftirlit og aðhald með þeirri stefnu og litið til reynslu hinna Norðurlandanna í þessum mikilvæga málaflokki.
Bæði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri munu ávarpa ráðstefnuna.
Lesa má nánar um ráðstefnuna og skoða dagskrá á vef Sjúkraliðafélags Íslands.