Veiting nýsköpunarverðlauna og viðurkenninga í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2014 verða veitt á hádegisverðarfundi föstudaginn 24. janúar 2014 kl. 11:45-14:00 á Grand hótel Reykjavík. Tilnefningar til nýsköpunarverðlauna 2014 eru nú aðgengilegar á www.nyskopunarvefur.is.
Verðlaunin eru veitt á vegum vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Þetta er í þriðja sinn sem verðlaun og viðurkenningar fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Um 50 tilnefningar bárust til valnefndar. Aðalfyrirlesari er Dr. Marga Pröhl framkvæmdastjóri European Institute of Public Administration (EIPA) sem ræðir aðferðir til að styðja við og styrkja nýsköpun í opinbera geiranum. Stofnunin veitir m.a. Evrópsku nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu, en á árinu 2013 voru um 230 verkefni frá 26 ríkjum og stofnunum ESB tilnefnd til verðlaunanna. 15 verkefni fengu sérstaka viðurkenningu, þar af voru tvö verkefni frá Íslandi.
Það voru SignWiki frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og Samfélagsmiðlar lögreglunnar frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þess má geta að bæði verkefnin hafa fengið nýsköpunarverðlaun og viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu árin 2011 og 2012. Forstöðumenn þessara stofnana, Stefán Eiríksson og Valgerður Stefánsdóttir, fjalla um verkefnin sín og ræða hlutverk stjórnanda við að stuðla að nýsköpunarmenningu hjá stofnununum.
Þá mun Dr. Hilmar Bragi Janusson forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og fv. framkvæmdastjóri vöruþróunar og rannsóknastarfs hjá Össuri hf. flytja erindi um hvernig nýsköpun í opinberum rekstri nýtist til aukinnar skilvirkni í starfsemi stofnana.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra opnar ráðstefnuna og flytur ávarp. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhendir nýsköpunarverðlaun og viðurkenningar í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.
Fundarstjóri er Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Heimasíða: http://www.stjornsyslustofnun.hi.is
Veftímarit:http://www.stjornmalogstjornsysla.is/
Vefsíða um nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu: http://www.nyskopunarvefur.is