Niðurstaða liggur nú fyrir í nafnasamkeppni BSRB og ASÍ um nafn á nýrri rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum. Það var samdóma álit dómnefndar að tillaga Elínar Mörtu Ásgeirsdóttur, Varða – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, væri sú besta enda lýsandi fyrir leitina að þekkingu sem er einmitt tilgangur hinnar nýju stofnunar.
Óskað var eftir nafni sem væri þjált og gæfi stofnuninni jákvæða ímynd og uppfyllir Varða vel þær óskir. Elín Marta hlýtur 50.000 króna peningaverðlaun fyrir vinningstillöguna.
Alls bárust á fjórða hundrað tillögur frá 115 einstaklingum og er þeim öllum þökkuð þátttakan.