Vaktavinna og lýðheilsa

Starfsmennt mun í febrúar bjóða upp á nám um vaktavinnu og lýðheilsu. Markmið þess er að miðla nýrri þekkingu á vaktstörfum og vaktskrám út frá rannsóknum á heilsu, einstaklingsmun, lífshlutverkum, vinnuumhverfi, félagslegri stöðu og þekkingu á kjarasamningsbundnum réttindum.

Fjallað verður um nýjar áherslur í þróun málefna sem tengjast vaktavinnu og þjálfun veitt í skráningu og notkun vaktkerfa. Auk þess verður fjallað um forvarnir sem styðja við persónulega uppbyggingu og lýðheilsufræðileg markmið.

Áhrif vaktavinnu á lífsgæði og heilsu eru ótvíræð og hafa margar rannsóknir sýnt fram á það. Vaktavinnustörfum hefur fjölgað og það að ganga vaktir því vinnufyrirkomulag fjölda fólks. Til að sporna gegn óæskilegum langtímaáhrifum vaktavinnu á heilsu, líðan og öryggi, hafa aðilar á vinnumarkaði sameinast um fræðslu fyrir starfsmenn sem ganga vaktir og stjórnendur sem skipuleggja þær.

Vaktavinna og lýðheilsa er 30 klukkustunda heildstætt nám. Námið er í þremur lotum og verður kennt um land allt. Skráning fer fram á vef Starfsmenntar.

Frekari upplýsingar má nálgast á vef Starfsmenntar.

 

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?