Umsagnir um ýmis þingmál

BSRB talar máli félagsmanna aðildarfélaga gagnvart stjórnvöldum og vinnur markvisst að markmiðum sínum um að stuðla að bættu velferðarsamfélagi og auknum jöfnuði í samfélaginu. 

Hluti af hagsmunagæslu BSRB felst í að vinna umsagnir um fjölda þingmála á hverju þingi. Mál sem bandalagið veitir umsagnir eru almennt mál sem hafa með einhverjum hætti áhrif á félagsfólk aðildarfélaga bandalagsins og er leitast við að gæta hagsmuna þeirra í hvívetna. Þá mæta fulltrúar bandalagsins fyrir  þingnefndir og þingflokka þegar þörf er á að skýra afstöðu þess betur í stærri málum.

Á yfirstandandi þingi hefur BSRB meðal annars skrifað umsagnir um fjárlög, sem eru til umræðu um þessar mundir á Alþingi, breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld, húsnæðisstefnu stjórnvalda, frumvarp um breytingu á lögum og réttindum og skyldum starfsmanna ríkisins, frumvarp um sorgarleyfi (makamissir) og margt fleira.

Allar umsagnir BSRB má nálgast á vef bandalagsins: https://www.bsrb.is/is/skodun/umsagnir 



Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?