Mikilvægt er að tekjulágum fjölskyldum sem ekki hafa átt kost á öruggu húsnæði sé tryggður aðgangur að öruggu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði, að mati formannaráðs BSRB. Í ályktun frá síðasta fundi ráðsins eru ríkisstjórnin og Alþingi hvött til að samþykkja sem fyrst aðgerðir í húsnæðismálum sem byggja á frumvörpum félags- og húsnæðismálaráðherra.
Formannaráðið telur mikilvægt að verulegum fjármunum sé varið til uppbyggingar á leigumarkaði til að mæta brýnni eftirspurn. „Það er grundvallaratriði að það kerfi sem byggt verður upp verði til lengri tíma sjálfbært og að leiguverð verði viðráðanlegt fyrir efnaminni leigjendur,“ segir í ályktun ráðsins.
Ráðið áréttar einnig að öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði snúist ekki eingöngu um kjaramál. Það sé lykillinn að því að byggt sé upp fjölskylduvænt samfélag hér á landi þar sem þarfir, vellíðan og öryggi launafólks og fjölskyldna þeirra séu lagðar til grundvallar.
Lesa má ályktun formannaráðsins í heild sinni hér að neðan. Einnig má lesa hana hér.
Ályktun formannaráðs BSRB vegna húsnæðismála
Formannaráð BSRB hvetur ríkisstjórn og Alþingi til að samþykkja sem fyrst aðgerðir í húsnæðismálum sem byggja á frumvörpum félags- og húsnæðismálaráðherra sem ætlað er að ráða bót á verulegum vanda á húsnæðismarkaði. BSRB hefur margítrekað bent á að auka þarf framboð öruggs leiguhúsnæðis fyrir fjölskyldur auk þess sem brýn nauðsyn er á að draga verulega úr húsnæðiskostnaði launafólks.
Formannaráð BSRB telur mikilvægt að tekjulágum fjölskyldum sem hingað til hafa ekki átt kost á því sé veittur aðgangur að öruggu leiguhúsnæði á viðráðanlegu leiguverði. Þannig er mikilvægt að verulegum fjármunum verði varið til uppbyggingar á leigumarkaði þannig að hægt sé að mæta mikilli og brýnni eftirspurn. Það er grundvallaratriði að það kerfi sem byggt verður upp verði til lengri tíma sjálfbært og að leiguverð verði viðráðanlegt fyrir efnaminni leigjendur.
Þá telur formannaráð BSRB að samþykkt fyrirliggjandi frumvarps um nýtt húsnæðisbótakerfi feli í sér mikilvægt skref í átt að einu húsnæðisbótakerfi. Formannaráð BSRB bendir þó á að það hefur lengi verið baráttumál BSRB að stuðningur hins opinbera við ólík búsetuform verði jafnaður. Samræmdar húsnæðisbætur í stað vaxta- og leigubóta myndu jafna húsnæðisstuðning milli þeirra sem eiga húsnæði og þeirra sem leigja og stuðla að frekari jöfnuði fólks.
Formannaráð BSRB áréttar að öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði er ekki eingöngu brýnt kjaramál launafólks. Það er einnig lykilatriði í að byggja upp fjölskylduvænt samfélag þar sem þarfir, vellíðan og öryggi launafólks og fjölskyldna þeirra eru lagðar til grundvallar í allri stefnumótun.
Reykjavík, 24. febrúar 2016
- Skoðun
- Skoðun
- Stefna
- Málefnin
- Ályktanir
- Ályktun 47. þings um réttlát umskipti
- Ályktun 47. þings um sí- og endurmenntun
- Ályktun 47. þings BSRB um stöðu heilbrigðismála
- Ályktun 47. þings BSRB um málefni innflytjenda
- Ályktun 47. þings BSRB um húsnæðismál
- Ályktun 47. þings BSRB um að brúa umönnunarbilið
- Ályktun 47. þings BSRB um kvenfrelsi
- Drög að ályktun 47. þings BSRB um efnahagsmál
- Umsagnir
- Fréttir
- Vinnuréttur
- Vinnuréttur
- Upphaf starfs
- Starfsævin
- Aðbúnaður starfsmanna
- Áminning í starfi
- Fæðingar- og foreldraorlof
- Breytingar á störfum
- Launagreiðslur
- Orlofsréttur
- Persónuvernd starfsmanna
- Réttindi vaktavinnufólks
- Staða og hlutverk trúnaðarmanna
- Veikindaréttur
- Munurinn á embættismönnum og öðrum ríkisstarfsmönnum
- Jafnrétti á vinnumarkaði
- Aðilaskipti að fyrirtækjum
- Lok starfs
- Aðildarfélög
- Um BSRB