Réttlát umskipti á vinnumarkaði

Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á störf og lífskjör launafólks og munu markmið stjórnvalda um réttlát umskipti nást?
ASÍ, BSRB og BHM standa fyrir sameiginlegum morgunverðarfundi um réttlát umskipti.

Hvenær: Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 08:30-10:00 (morgunmatur frá 08:00)

Hvar: VOX Club á Hótel Hilton Nordica. Beint streymi verður af fundinum og hann tekinn upp fyrir þau sem komast ekki á staðinn.

Hvað: Á fundinum verður fjallað um hugmyndafræðina sem réttlát umskipti byggja á og hvaða þýðingu þau hafa fyrir íslenskt samfélag, vinnumarkað, efnahag og velferð launafólks. Leitast verður við að varpa ljósi á núverandi stefnu og aðgerðir stjórnvalda og hvað uppá vantar til að markmið um réttlát umskipti náist.
Á fundinum verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum og varpa ljósi á þýðingu réttlátra umskipta fyrir íslenskt samfélag og launafólk: Hvað eru réttlát umskipti? Hvaða áhrif hafa loftslags- og tæknibreytingar á vinnumarkað og störf hér á landi? Stuðla aðgerðir íslenskra stjórnvalda að réttlátum umskiptum? Geta umhverfisskattar verið réttlátir og hvernig þá? Með hvaða hætti er hægt að samtvinna aukin réttindi á vinnumarkaði, bætt kjör og meiri lífsgæði við markmið í loftslagsmálum í kjarasamningum?

Af hverju: Fundurinn er haldinn í tilefni af og í aðdraganda að þríhliða viðburði norrænna stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar sem haldinn verður í Hörpu 1. desember.

Dagskrá:
08:30 - 08:45 - Réttlæti sem forsenda virkrar samstöðu – Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs
08:45 - 09:05: Hvaða þýðingu hafa réttlát umskipti fyrir vinnumarkað og lífskjör? – Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum hjá ASÍ
09:05 - 09:15: Réttlát stefnumótun, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir – hagfræðingur hjá BSRB
09:15 - 09:25: Grænir kjarasamningar, Kolbrún Halldórsdóttir – formaður BHM
09:25 - 10:00: Pallborð: Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM. Auður Anna Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Landverndar stýrir pallborði.

Hægt er að horfa á upptöku af fundinum hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?