Nýr veruleiki í vaktavinnu – Betri vinnutími

Arna Jakobína Björnsdóttir, 2. varaformaður BSRB og formaður Kjalar stéttarfélags

Við gerð síðustu kjarasamninga var samið um Betri vinnutíma vaktavinnufólks. Í því fólst að fjölga vaktaálagstegundum, auka vægi vakta utan dagvinnumarka og að greiddur yrði sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölbreytileika vakta og tíðni mætinga starfsfólks. Meginmarkmiðið í breytingum á launafyrirkomulagi og vinnutíma var að tryggja að þau sem ganga þyngstu vaktirnar fái mestu umbunina og koma þannig betur til móts við þarfir vaktavinnufólks og minnka skaðleg áhrif vaktavinnu á heilsu, líðan og öryggi.

Í grein sem birtist á Vísi í gær fjallar Arna Jakobína Björnsdóttir, 2. varaformaður BSRB og formaður Kjalar stéttarfélags, um ávinninginn sem hefur hlotist af þessum áfangsigri sem náðist eftir 40 ára baráttu vaktavinnufólks. Arna Jakobína segir jafnframt að í komandi kjarasamningum verði áhersla lögð á að skoða hvað má betur fara til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með Betri vinnutíma. "Áherslur BSRB munu snúa að því að standa vörð um þau leiðarljós að öryggi starfsfólks og skjólstæðinga verði aukið, vaktavinna verði eftirsóknarverðari, vinnutími og laun taki mið af vaktabyrði og verðmæti staðins tíma. Auk þess að bæta andlega, líkamlega og félagslega heilsu starfsfólks í vaktavinnu og auka stöðugleika í starfsmannahaldi."

Hér má lesa greinina.  


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?