Fráfarandi formaður Velferðarvaktarinnar hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra skýrslu með umfjöllun um verkefni vaktarinnar, ásamt tillögum um úrbætur í velferðarmálum á þeim sviðum sem Velferðarvaktin telur brýnast að sinna á næstunni.
Hægt er að nálgast skýrsluna og frekari upplýsingar um velferðarvaktina á heimasíðu velferðarráðuneytisins. Í Velferðarvaktinni hafa setið fulltrúar fjölmargra stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka, sem allir eiga það sammerkt að sinna störfum og verkefnum sem snerta velferð landsmanna í víðu samhengi. Markmið vaktarinnar hefur verið að nýta þverfaglega þekkingu til að fylgjast sem best með þróun velferðar í samfélaginu í kjölfar efnahagshrunsins og benda stjórnvöldum og hagsmunasamtökum á hvað betur má fara og hvar úrbóta er þörf.
Hér að neðan má nálgast nýútkomna skýrslu velferðarvaktarinnar auk annars efnis sem finna má og komið hefur út á vegum hennar.