Námstefnur í samningagerð hjá ríkissáttasemjara

Námstefnurnar munu auka færni þátttakenda í samningagerð.

Ríkissáttasemjari mun standa fyrir námstefnum í samningagerð fyrir alla sem eiga sæti í samninganefndum og vinna að kjarasamningsgerð í landinu. Með þeim er markmiðið að bæta vinnubrögð við kjarasamningsgerð, læra nýjustu aðferðir, deila reynslu og efla marksækni og fagmennsku við samningaborðið.

Hver námstefna stendur í þrjá daga og geta þátttakendur valið tímasetningu og staðsetningu sem hentar þeim. Að námskeiði loknu munu þátttakendur hafa öðlast þekkingu á lögum og leikreglum í kjarasamningsgerðinni og þekkingu á þáttum sem stuðla að virðingu, trausti, fagmennsku og bestu niðurstöðum í samningagerð. Þá munu þeir hafa öðlast þekkingu á efnahagslegu samhengi og þjóðhagslegu mikilvægi kjarasamninga, leikni til að takast á við hindranir í viðræðum, leikni í samskiptum og undirbúningi viðræðna. Einnig munu þátttakendur einnig læra að skipuleggja og vinna með heildarferli kjarasamninga, frá samningi til samnings, og hvernig á að semja vel og stuðla að gagnkvæmum ávinningi í kjarasamningsgerð.

Skipulagðar hafa verið fimm námstefnur sem haldnar verða í flestum landshlutum:

  • 15. til 17. nóvember 2021, staðsetning: Norðurland (Fosshótel Húsavík)
  • 14. til 16. mars 2022, staðsetning: Suðvesturland (B59 hótel á Borgarnesi)
  • 16. til 18. maí 2022, staðsetning: Vesturlandi (Hótel Ísafjörður)
  • 19. til 21. september 2022, staðsetning: Austurland (Hérað)
  • 7. til 9 nóvember 2022, staðsetning: Vesturland (Fosshótel Stykkishólmur)

Opnað verður fyrir skráningu á vef ríkissáttasemjara þann 20. ágúst 2021 klukkan 9:00.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?