Námskeið fyrir vinnuverndarfulltrúa öryggisverði, öryggistrúnaðarmenn og mannauðsstjóra vinnustaða verður haldið dagana 3. og 4. febrúar. Námskeiðið, sem haldið er í húsnaði Mannvits hf í Kópavogi, stendur í alls 12 klukkustundir.
Meðal þess sem fjallað er um á námskeiðinu er:
- Lög og reglur í tengslum við vinnuverndarstarf
- Áhættumat starfa
- Umhverfisþættir s.s. hávaða, lýsingu og loftgæði
- Líkamlegir áhættuþættir
- Félagslegir og andlegir áhættuþættir s.s. einelti, streitu og kulnun
- Hættuleg efni og efnafræðilegir skaðvaldar
- Vinnuslys, atvinnusjúkdómar og líffræðilegir skaðvaldar
- Vélar og tæki
- Heilsueflingu á vinnustað
Markmiðið með námskeiðinu er að vinnuverndarfulltrúar öðlist grunnþekkingu á sviði vinnuverndar og öðlist þekkingu á vinnuverndarlögunum (46/1980) og þeim kröfum sem þar koma fram.
Mikilvægur þáttur í vinnuverndarstarfi er að stuðla að aukinni þekkingu þeirra sem starfa í öryggisnefndum og við mannauðsstjórnun. Veitingar sem og hádegisverður er innifalið í námskeiðsgjaldi.
Skráning á námskeiðið fer fram á www.vinnuvernd.is
Nánari upplýsingar veitir Valgeir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnuverndar ehf.
valgeir@vinnuvernd.is s. 578-0800