Skrifað var undir aðfarasamning og framlengingu á kjarasamningi við Reykjavíkurborg þann 9. mars og gildir hann frá 1. febrúar 2014 til 30. apríl 2015.
Launatöflur hækka a.m.k. um 2,8% en að lágmarki um 8.000 kr. Verulega var bætt í orlofs- og desemberuppbót en þær hækka samtals um 32.300 kr. Jafnframt kemur eingreiðsla upp á 14.600 krónur. Eins og á almenna markaðinum er bæði krónutöluhækkun og prósentuhækkun og hækka því launataxtar upp að 241.000 kr. sérstaklega eða um 9.750 sem er um 3,3-4,9% launahækkun. Launataxtar á bilinu 241.000 kr. til 285.000 hækka um 8.000 eða 2,8-3,3%.
Kynningafundir verða á eftirfarandi stöðum og tímum einnig verður hægt að greiða atkvæði um samninginn:
- Ráðhús Reykjavíkur Tjarnarsalur fimmtudaginn 13. mars kl 9:30 kjörstaður opinn milli kl. 10 og 12
- Íþróttamiðstöð í Grafarvogi Dalhúsum 2 – salur á 2. hæð fimmtudaginn 13. mars kl. 13 kjörstaður opinn milli kl 13 og 15
- Gerðuberg – í Háholti félagsstarfsmegin fimmtudaginn 13. mars kl. 15 kjörstaður opinn milli kl. 15:30-17 í Gerðubergi.
Kjörstaður verður opinn á skrifstofu félagsins að Grettisgötu 89, 4 hæð föstudaginn 14. mars frá kl. 10-16 og mánudaginn 17. mars frá kl. 10-18*. Hvetjum við félagsmenn til þess að kynna sér samninginn og greiða atkvæði um hann.
Ákveðið var að lengja kjörfund á mánudaginn 17. mars til þess að koma betur á móts við þarfir félagsmanna sem komast ekki frá vinnu til þess að kjósa.