Haustnámskeiðin halda áfram þar sem áhersla er lögð á undirbúning kjarasamninga og betri þjónustu.
Síðasti skráningardagur er 16. október í haustnámskeið forystufræðslunnar. Af öðrum námsskeiðum sem eru á dagskrá á næstunni má nefna eftirfarandi:
Að tjá sig af öryggi - 23. október, frá kl. 9-16, Guðrúnartúni 1, 4. hæð.
Upplýsinga- og skjalastjórn - 24. október, frá kl. 9-16, Guðrúnartúni 1, 4. hæð.
Þjónustunámskeið - 25. október, frá kl. 9-12, Guðrúnartúni 1, 4. hæð.
Skráið ykkur á netinu í tæka tíð en öll aðstoð er veitt í símum 550-0060 og 535-5600. Kennt er um allt land en safnað verður í hópa utan höfuðborgarsvæðisins.