Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, var einn gesta Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Þjóðbraut á sjónvarpsstöðinni Hringbraut á sunnudag. Í þættinum var fjallað um ýmis mál sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, til dæmis lagasetningu Alþingis á aðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra í kjaradeilu þeirra við Isavia.
Í þættinum sagði Elín skýrt að flugumferðarstjórar hafi í kjaradeilu sinni unnið eftir sínum kjarasamningum og uppfyllt sína vinnuskyldu. Þeir hafi hins vegar ekki tekið að sér yfirvinnu. „Starfið þeirra hefur þroskast svolítið þannig að þeir hafa þurft að vinna mjög mikla yfirvinnu, bæði vegna fámennis en líka vegna aukins álags,“ sagði Elín.
Hún sagði lagasetningu stjórnvalda taka fyrir að flugumferðarstjórar geti beitt þeirri aðferð að setja yfirvinnubann. „En auðvitað eru það einstaklingarnir, hver fyrir sig, sem taka ákvörðun um hvort þeir fara inn ef á þá verður kallað.“
Í þættinum var fjallað um fleiri mál sem hafa verið í kastljósinu undanfarið, til dæmis hvers vegna BSRB og ASÍ tóku ekki þátt í stofnun Þjóðhagsráðs, forsetakosningarnar og fleira.
Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á vef Hringbrautar.
- Skoðun
- Skoðun
- Stefna
- Málefnin
- Ályktanir
- Ályktun 47. þings um réttlát umskipti
- Ályktun 47. þings um sí- og endurmenntun
- Ályktun 47. þings BSRB um stöðu heilbrigðismála
- Ályktun 47. þings BSRB um málefni innflytjenda
- Ályktun 47. þings BSRB um húsnæðismál
- Ályktun 47. þings BSRB um að brúa umönnunarbilið
- Ályktun 47. þings BSRB um kvenfrelsi
- Drög að ályktun 47. þings BSRB um efnahagsmál
- Umsagnir
- Fréttir
- Vinnuréttur
- Vinnuréttur
- Upphaf starfs
- Starfsævin
- Aðbúnaður starfsmanna
- Áminning í starfi
- Fæðingar- og foreldraorlof
- Breytingar á störfum
- Launagreiðslur
- Orlofsréttur
- Persónuvernd starfsmanna
- Réttindi vaktavinnufólks
- Staða og hlutverk trúnaðarmanna
- Veikindaréttur
- Munurinn á embættismönnum og öðrum ríkisstarfsmönnum
- Jafnrétti á vinnumarkaði
- Aðilaskipti að fyrirtækjum
- Lok starfs
- Aðildarfélög
- Um BSRB