Fleiri aðildarfélög BSRB semja við ríkið

Frá undirritun nýrra kjarasamninga í húsnæði ríkissáttasemjara í dag

Samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkisins hafa undirritað nýjan kjarasamning sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samningurinn var undirritaður í húsnæði ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. Líkt og þeir kjarasamningar sem aðildarfélög BSRB undirrituðu í gærkvöldi og í nótt felur samningurinn í sér sambærilegar launahækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði fyrr á árinu.

Auk Landssambands lögreglumanna undirrituðu fulltrúar sjö aðildarfélaga BSRB og samninganefndar ríkisins nýjan kjarasamning sem gildir eins og aðrir samningar frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Félögin sem samkomulagið nær til eru:

  • Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
  • Félag opinbera starfsmanna á Austurlandi
  • FOSS - stéttarfélag í almannaþjónustu
  • Starfsmannafélag Húsavíkur
  • Starfsmannafélag Kópavogs
  • Starfsmannafélag Suðurnesja
  • Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar

Á næstu dögum verða nýir kjarasamningar kynntir fyrir félagsfólki áður en þeir verða bornir undir atkvæði.

Nú hafa aðildarfélög BSRB gengið frá kjarasamningum sem ná til meirihluta félagsfólks aðildarfélaga bandalagsins. Vonir standa til að gengið verði frá fleiri kjarasamningum á næstu dögum.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?