Bæjarstarfsmannafélög innan BSRB hafa gert samkomulag um samstarf við gerð kjarasamninga við Samband Íslenskra Sveitarfélaga á árinu 2015 og sameiginlega samninganefnd félaganna.
Sameiginleg samninganefnd bæjarstarfsmannafélaganna hefur í dag setið á fundum hjá ríkissáttasemjara ásamt fulltrúum frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fram til þessa hefur aðeins verið fjallað um réttindaákvæði kjarasamninganna og hefur ekkert verið rætt um launaliði fram til þessa.
Þau aðildarfélög BSRB sem aðild eiga að samkomulaginu um sameiginlega samninganefnd í viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga eru: Kjölur, St.Rv., FOSS, SDS, St. Fjall, STAG, FOS-Vest, STH, St.H., SfK, STAMOS, STFS, STAVEY, FOSA, STAF og SFR.