1
hafa komið vel út, en einnig hefur verið litið til fjölmargra erlendra rannsókna við mótun stefnunnar.
Margir þættir hafa verið rannsakaðir, svo sem áhrif næturvakta á svefn, tengsl vinnutímaskipulags við öryggi starfsmanna og slysahættu og mikilvægi ... hvíldar á vinnutíma. Það er fyrir nokkru orðin viðurkennd staðreynd að langir vinnudagar eða vaktir, lengri en 8 til 9 tímar, hafa verulega slæm áhrif bæði á öryggi starfsmanna og þjónustuþega sem og á þreytu starfsmanna. Að sama skapi hefur ítrekað ... langtímaafleiðingar fyrir heilsu fólks, auk þess sem skammtímaveikindum fjölgar.
Sveigjanleiki í vinnutíma hefur einnig verið rannsakaður. Það virðist skipta verulegu máli fyrir heilsu og ánægju starfsfólks hvort sveigjanleikinn er að frumkvæði þess sjálfs ... til þess að með nægilegri hvíld á vinnutíma, svo sem í formi kaffi- og matartíma, batni svefngæði og endurheimt utan vinnutíma, sem aftur hefur áhrif á heilsu starfsfólks og öryggi
2
Samkomulag hefur náðst við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg um framhald kjaraviðræðna. Eins og í samkomulagi sem gert var við ríkið er kveðið á um að launagreiðendur greiði félagsmönnum aðildarfélaga BSRB 105 þúsund króna innágreiðslu þann 1. ágúst næstkomandi.
Greiðslan er til komin vegna tafa sem orðið hafa á gerð kjarasamninga. Í nýjum viðræðuáætlunum kemur fram að stefnt sé að því að ljúka nýjum kjarasamningin fyrir 15. september, en samningar flestra aðildarféla
3
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur sýnt fram á mikilvægi opinberra starfsmanna og eytt mýtum á borð við að auðvelt og hagkvæmt sé að einkavæða almannaþjónustu og að ekki sé réttlætanlegt að auka útgjöld í samfélagsleg málefni. Opinberir ... starfsmenn munu einnig gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að koma samfélaginu út úr kreppunni sem faraldurinn kallaði yfir heimsbyggðina.
Þetta er meðal þess sem fram kemur ... í yfirlýsingu PSI, alþjóðlegra heildarsamtaka opinberra starfsmanna, sem BSRB á aðild að, á alþjóðlegum degi opinberra starfsmanna, sem haldinn er 23. júní ár hvert.
„Í heimsfaraldrinum hefur almenningur endurmetið hvað það er sem skiptir máli ... yfirlýsingu PSI á alþjóðlegum degi opinberra starfsmanna 23. júní 2021 hér
4
á að hlutfallslegar launahækkanir opinberra starfsmanna hafi verið meiri heldur en starfsfólks á almenna vinnumarkaðnum. Líkt og gjarnan er þegar allt kapp er lagt á að mála tiltekna mynd er alfarið sleppt að benda á hið augljósa í þessu, að launahækkanirnar ... eða hvort launasetning opinberra starfsmanna sé sanngjörn eða eðlileg með hliðsjón af þeim kröfum sem störfin gera til starfsmanna né mikilvægi framlags þeirra til verðmætasköpunar.
Það verður að hafa í huga að launamunur á milli almenna og opinbera ... vinnumarkaðarins, hefur verið metinn að meðaltali 16 prósent, opinberum starfsmönnum í óhag. Einnig að launakjör opinberra starfsmanna taka almennt eingöngu mið af því sem kjarasamningur segir. Á almenna vinnumarkaðnum er þessu öfugt farið, þar eru laun almennt ... hærri heldur en sagt er fyrir um í kjarasamningum.
Hækkuðu opinberir starfsmenn meira?.
Í Lífskjarasamningnum sem gerður var á almennum vinnumarkaði 2019 var samið um krónutöluhækkanir, enda markmiðið að hækka lægstu launin hlutfallslega ... og því samið um krónutöluhækkanir miðað við taxtalaun enda mikill meirihluti opinberra starfsmanna á taxtalaunum.
En hvernig stendur þá á því að mæling á launahækkunum sýna að opinberir starfsmenn hafi hækkað hlutfallslega meira en félagar okkar
5
Fríða Rós Valdimarsdóttir hefur hafið störf sem sérfræðingur í fræðslumálum hjá BSRB – heildarsamtökum starfsfólks í almannaþjónustu. Fríða Rós hefur víðtæka reynslu af störfum tengdum fræðslu- og jafnréttismálum. Hún starfaði síðast hjá Eflingu
6
réttindanefndar BSRB á föstudag.
Almennt eiga starfsmenn sem vinna vaktavinnu rétt á 11 klukkustunda hvíld á milli vakta að lágmarki, þó á því séu ákveðnar undantekningar. Þá er skýrt kveðið skýrt á um rétt á lengra hléi, sambærilegu helgarhléi ... þeirra sem ekki vinna vaktavinnu.
Bára sagði það allt of algengt að bæði stjórnendur og starfsmennirnir sjálfir virtu ekki ákvæði um hvíldartíma starfsmanna. Ástæðurnar fyrir því geta verið ýmsar. Bára nefndi til dæmis menninguna á hverjum vinnustað, eða jafnvel ... smærri einingum. Þá sagði hún einnig algengt að brotið sé gegn ákvæðum um hvíldartíma þegar starfsmenn ákveði sjálfir sín á milli að skiptast á vöktum ....
.
Bára sagði ýmsar leiðir mögulegar til að vinna gegn þessu. Fyrir það fyrsta verði þeir sem útbúi skipulag fyrir vaktir að gæta vel að því að engar undantekningar séu gerðar á ákvæðum um hvíld starfsmanna í vaktakerfinu. Hún sagði skýrt ... að það sé stjórnandinn sem beri ábyrgð á því að setja fram rétt útfærða áætlun sem standist öll ákvæði kjarasamninga.
Óskavaktir draga úr brotum.
Þá sagði hún margt benda til þess að með því að bjóða starfsmönnum að óska sjálfum eftir vöktum
7
Opinberir starfsmenn sætta sig ekki við áframhaldandi skeytingarleysi viðsemjenda nú þegar tíu mánuðir eru liðnir frá því kjarasamningar losnuðu. Félagar í BSRB, Bandalagi háskólamanna (BHM) og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) munu ... fjölmenna á fund í Háskólabíói klukkan 17 í dag til að krefjast þess að ríki og sveitarfélög gangi tafarlaust til samninga við starfsfólk sitt.
Á sama tíma munu félagsmenn BSRB, BHM og Fíh koma saman á baráttufundum víða um land og fylgjast ... með streymi frá Háskólabíói.
„Við höfum nú verið í tíu mánuði án kjarasamnings og hefur þótt skorta verulega á samningsvilja viðsemjenda okkar. Samstaðan hefur verið sterkasta vopn opinberra starfsmanna í gegnum tíðina og það er kominn tími ... til að við sýnum viðsemjendum okkar það. Nú munum við fylgja eftir okkar kröfum með aðgerðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Á baráttufundinum mun forystufólk opinberra starfsmanna kanna hug félagsmanna til þess að hefja þegar í stað
8
Starfsmenn í hlutastörfum eiga sama rétt og aðrir starfsmenn til að taka kaffihlé á vinnutíma. Réttindin haldast þó í hendur við starfshlutfall þannig að kaffitímarnir verða styttri hjá þeim sem eru í litlu starfshlutfalli.
Almennt ... er ákvæði í kjarasamningi opinberra starfsmanna þess efnis að á venjulegum vinnudegi skulu vera tveir kaffitímar, 15 mínútur og 20 mínútur, og skuli þeir teljast til vinnutíma. Þannig eru kaffitímar daglega 35 mínútur fyrir fullt starf í dagvinnu. Matartími ... getur verið 30 til 60 mínútur en almennt telst sá tími ekki til vinnutíma.
Þegar starfsmaður vinnur í hlutastarfi getur verið ágreiningsmál milli hans og vinnuveitanda hvernig skuli fara með kaffitíma. Til eru dæmi þess að starfsmaður í 50 prósent starfi ... miðast við hvern vinnudag fyrir sig.
Ef starfsmaður vinnur 10 heila daga í mánuði og telst því vera í 50 prósent starfshlutfalli þá á hann samt sem áður rétt á 35 mínútum vegna kaffitíma fyrir hvern unninn vinnudag. Ef starfsmaðurinn hins vegar ... vinnur hálfan dag alla virka daga, og telst sömuleiðis vera í 50 prósent starfshlutfalli, á starfsmaðurinn hins vegar rétt á 17,5 mínútum fyrir hvern unninn vinnudag.
Það skiptir því ekki máli þegar kemur að rétti til 35 mínútna kaffitíma hversu
9
Fyrirtæki geta nú lækkað starfshlutfall starfsmanna allt niður í 25 prósent og starfsmenn fengið atvinnuleysisbætur á móti eftir að Alþingi samþykkti lagabreytingar til að bregðast við heimsfaraldri kórónaveirunnar.
Breytingar á lögum ... um atvinnuleysistryggingar og lögum um Ábyrgðarsjóð launa tóku gildi þann 20. mars 2020. Markmiðið með þeim var að stuðla að því að atvinnurekendur haldi ráðningarsambandi við starfsmenn sína eins og frekast er unnt, enda þótt það kunni að vera nauðsynlegt að minnka ... starfshlutfall þeirra að einhverju leyti. Með lögunum geta starfsmenn sótt um atvinnuleysisbætur á móti þegar starfshlutfall þeirra er minnkað um allt að 75 prósent. Þannig gæti starfsmaður haldið 25 prósent starfshlutfalli en þegið atvinnuleysisbætur upp að 75 ... prósenta starfshlutfalli.
Það er skilyrði að starfshlutfall starfsmanns sé lækkað um að minnsta kosti 20 prósent og er atvinnurekanda óheimilt að krefjast vinnuframlags frá starfsmanni umfram hið nýja starfshlutfall. Um tímabundna aðgerð er að ræða ... sem gildir frá 15. mars til 1. júní, en stjórnvöld hafa sagst vera tilbúin til þess að framlengja úrræðið verði þess talin þörf.
Fjárhæð atvinnuleysisbóta ræðst af meðaltekjum starfsmanns á þriggja mánaða tímabili áður en hann fór í hlutastarf
10
Starfsmenn sem þurfa að vera í sóttkví vegna COVID-19 faraldursins fá laun frá opinberum launagreiðendum, hvort sem þeir reynast vera með sjúkdóminn eða ekki. BSRB hvetur alla til að kynna sér einkenni veirunnar og gera allt ... vegna fjarveru starfsmanna.
Þeir starfsmenn sem eru sendir í sóttkví samkvæmt fyrirmælum frá heilbrigðisyfirvöldum eða vinnuveitanda sínum skulu fá greidd meðaltalslaun samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og skal fjarvist ekki talin til veikinda ... . Þannig er starfsmaður ekki að ráðstafa veikindarétti sínum vegna tímabilsins.
Þeir starfsmenn sem fara í sóttkví af eigin ákvörðun eru launalausir eða þurfa að taka orlofsdaga á tímabilinu.
Þeir starfsmenn sem eru með grun um COVID-19 smit
11
Mikilvægur munur er á skipuðum embættismönnum og öðrum opinberum starfsmönnum. Ýmsar reglur gilda um embættismenn sem ekki eiga við um aðra opinbera starfsmenn, til dæmis hvað varðar skipun í embætti og skipunartíma.
Embættismenn njóta ... ákveðinnar sérstöðu samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þannig má segja að þeir njóti nokkru meira öryggis í starfi og um þá gilda ákveðnar reglur sem gilda almennt ekki um opinbera starfsmenn. Í lögunum er upptalning ... ekki fyrir hendi þegar aðrir opinberir starfsmenn sæta niðurlagningu starfs nema þeir hafi verið ráðnir til starfa fyrir árið 1996. Ef embættismaður hefur sinnt starfinu skemur en 15 ár skal hann halda óbreyttum launakjörum í sex mánuði en hafi hann sinnt
12
„Það er afar ánægjulegt að bætast í hóp starfsmanna BSRB og vinna að hagsmunum um 22 þúsund félagsmanna bandalagsins,“ segir Sigríður. „Þetta eru spennandi tímar, kjaraviðræður í fullum gangi og mikil vinna fram undan hjá bandalaginu. Ég hlakka til að takast
13
Magnús Már Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri BSRB. Hann tekur við starfinu af Helgu Jónsdóttur, sem lét af störfum um áramótin. Magnús hefur verið borgarfulltrúi og varaborgarfulltrúi frá árinu 2014 en mun óska eftir leyfi frá störfum á fundi borgarstjórnar í næstu viku.
„Það eru spennandi tímar hjá BSRB eins og annars staðar í verkalýðshreyfingunni og ég hlakka til að starfa með öflugu fólki innan bandalagsins og í aðildarfélögum þess,“ segir Magnús Már. „Barátta ve
14
Dagný Ósk Aradóttir Pind hefur hafið störf sem lögfræðingur BSRB. Hún tekur við starfinu af Sonju Ýr Þorbergsdóttur sem var kjörin formaður BSRB á þingi bandalagsins í október síðastliðnum. Dagný mun sinna verkefnum á sviði vinnuréttar og jafnframt vera sérfræðingur bandalagsins í jafnréttismálum.
Dagný lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Hluta námsins tók hún í skiptinámi við Kaupmannahafnarháskóla. Hún lauk einnig LLM gráðu í vinnurétti og samskiptum á vinnum
15
Hrannar Már Gunnarsson hefur hafið störf sem lögfræðingur BSRB. Hann tekur við starfinu af Döllu Ólafsdóttur sem hefur horfið til annarra starfa. Hrannar mun sinna verkefnum á sviði vinnuréttar og veita aðildarfélögum BSRB ráðgjöf um túlkun laga, reglna og kjarasamninga.
Hrannar starfaði sem lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum frá 2014 og hefur einnig verið aðstoðarkennari við Háskóla Íslands. Hann lauk laganámi frá Háskóla Íslands árið 2015
16
BSRB hefur auglýst tvö laus störf á skrifstofu bandalagsins laus til umsóknar. Um er að ræða nýja stöðu hagfræðings og stöðu kynningarfulltrúa.
Hagfræðingurinn mun annast greiningar á velsæld og efnahagsmálum og safna saman upplýsingum um vinnumarkaðinn með það að markmiði að byggja undir stefnumótun bandalagsins. Gerð er krafa um háskólapróf í hagfræði og marktæka reynslu af hagfræðistörfum. Þá er óskað eftir greiningarhæfni og góðu valdi á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga ásamt
17
BSRB hefur auglýst starf kynningarfulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði og sjálfstæði í áhugaverðum verkefnum. Þetta er starf fyrir aðila sem brennur fyrir þjóðfélagsumræðuna og kröfuna um réttlátara samfélag.
Kynningarfulltrúi BSRB ber ábyrgð á kynningarmálum bandalagsins, stuðlar að sýnileika þess í opinberri umræðu, heldur utan um ritstjórn á öllu útgefnu efni og kemur að skipulagningu viðburða. Kynningarfulltrúi heyrir undi
18
Karl Sigurðsson, nýr sérfræðingur BSRB á sviði framtíðarvinnumarkaðarins og menntamála, hefur nú hafið störf hjá bandalaginu. Meginverkefni Karls verður að vinna að stefnumótum BSRB í menntamálum, til dæmis varðandi framtíðarvinnumarkaðinn og 4. iðnbyltinguna.
Karl hefur undanfarna tvo áratugi starfað sem sérfræðingur Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðsmál og starfaði þar á undan hjá Félagsvísindastofnun. Hann er með BA gráðu í stjórnmála- og fjölmiðafræði frá Háskóla Íslands og vinnur
19
Við starfsfólk skrifstofu BSRB óskum þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum kærlega samstarfið og samskiptin á árinu sem er að líða og hlökkum til að halda áfram af fullum krafti á nýju ári.
Skrifstofan verður
20
Ákvæði um yfirvinnuskyldu opinberra starfsmanna er íþyngjandi og ósanngjarnt og ósvífið að beita því gegn ljósmæðrum sem eiga í kjaradeilu við ríkið, segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB ... , í viðtali við Morgunblaðið í dag.
Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er ákvæði um að starfsmenn eigi að vinna þá yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega, en þó ekki meira en átta stundir á viku miðað við fullt starf ... við stjórnvöld.
Eins og staðan er núna hvíla ríkari skyldur á opinberum starfsmönnum en starfsmönnum á almennum vinnumarkaði. Þrátt fyrir það eru þeir almennt með lægri laun en starfsmenn í sambærilegum störfum á almenna vinnumarkaðinum