Greiðsluhlutfall sjúklinga af lyfjum hækkað
Hlutfallið sem sjúklingar greiða af öllum almennum lyfjum hefur hækkað undanfarinn rúman áratug. Árið 2016 var hlutfallið 42 prósent, samanborið við 36 prósent árið 2004. Þetta kom fram í máli Guðrúnar I. Gylfadóttur, formanns Lyfjagreiðslunefndar, þegar hún kom á fund nefndar BSRB um velferðarmál á fimmtudaginn.
10. feb 2017
heilbrigðismál, kostnaður sjúklinga